Rarik
Leit
Leit

Samið um að ný virkjun tengist dreifikerfi RARIK

Þann 20. október var undirritaður samrekstrarsamningur RARIK og HS Orku um tengingu og samrekstur fyrirhugaðrar 9,9 MW Brúarvirkjunar í Tungufljóti við dreifikerfi RARIK.

Virkjunin tengist dreifikerfi RARIK við virkjanavegg. Til að styrkja dreifikerfið verður lagður 33 kV jarðstrengur á næsta ári frá aðveitustöðinni við Reykholt að virkjuninni. Áætlað er að styrking dreifikerfisins vegna tengingar virkjunarinnar verði lokið veturinn 2018-2019.

 

Brúarvirkjun verður stærsta virkjunin sem tengist raforkukerfinu um dreifikerfi RARIK. Með henni verða virkjanir í kerfi RARIK 33 talsins með um 56 MW málafli samtals. Jafnframt eykst hlutdeild orku frá slíkum virkjunum inn á dreifikerfi RARIK úr 18% í um 26%.

Brúarvirkjun mun tengjast við dreifikerfi RARIK frá aðveitustöðinni við Reykholt
Lagður verður 33 kV jarðstrengur á næsta ári frá aðveitustöðinni við Reykholt að Brúarvirkjun

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik