ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK tekur þátt í „stærsta atvinnuviðtali ársins“

Ert þú tilbúin fyrir Framadaga var spurning sem lögð var fyrir námsmenn í framhaldsskólum í aðdraganda þessa árvissa viðburðar sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudaginn 11. mars. Það stóð ekki á svarinu, því námsmenn fjölmenntu að vanda í „stærsta atvinnuviðtal ársins“ eins og Framadagar hafa stundum verið nefndir. Nemendur voru hvattir til að mæta með nokkur eintök af ferilskránni með sér því „þú veist aldrei hvað gæti gerst“ eins og sagði í skilaboðum til nemenda á samfélagssíðu viðburðarins.

Framadagar eru skipulagðir af alþjóðlegu stúdentasamtökunum AIESEC og þar var RARIK eins og undanfarin ár með upplýsingabás ásamt hópi valinna fyrirtækja sem kynntu starfsemi sína fyrir yngri kynslóð atvinnumarkaðarins. Þessi viðburður hefur skapað sér fastan sess í háskólalífinu og verið mjög vinsæll meðal nemenda auk þess sem hann hefur reynst góð leið fyrir fulltrúa fyrirtækjanna til að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn. Starfsmenn RARIK höfðu nóg að gera við að svara spurningum áhugasamra nemenda sem vildu kynna sér ýmsar hliðar starfseminnar og möguleika á sumar- og framtíðarstörfum eða jafnvel hugsanlegu samstarfi um verkefnavinnu. Um leið og fulltrúar RARIK lögðu sig fram um að svara eins greiðlega og hægt var spurningum nemenda voru þeir hvattir til að kynna sér vef fyrirtækisins.

 Nemendur að kynna sér starfsemi RARIK á Framadögum
 Nemendur að kynna sér starfsemi RARIK á Framadögum.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar