ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK setur sér markmið í úrgangsmálum

RARIK hefur markað stefnu í úrgangsmálum og sett sér það markmið að auka hlutfall flokkaðs efnis úr 92% árið 2020 í 95% árið 2025. Það verður gert með því að minnka óflokkaðan almennan úrgang sem fer til urðunar á móttöku- og söfnunarstöðvum.

Í starfsemi RARIK er tekið tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar og ábyrgrar förgunar á úrgangi. Unnið er markvisst að því að draga úr úrgangi sem fer til urðunar og efni sem til fellur hjá fyrirtækinu er komið í farveg til endurnýtingar eða -vinnslu. Ónothæfu efni er fargað í samræmi við reglur um umhverfisvernd þannig að það valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og mengi ekki vatn, jarðveg eða andrúmsloft. Með þessu styður RARIK við hringrásarhagkerfið og minnkar óbeina losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Markmið RARIK í úrgangsmálum styður við 12. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu og framleiðslu og markmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum.

 

Markmið RARIK í úrgangsmálum til 2025

 

Flokkur 2020 2021 2022 2023 2024 2025
Hlutfall efnis selt til endurvinnslu 81% 81% 81% 81% 81% 81%
Hlutfall flokkaðs á móttökustöð 11% 11% 11% 12% 13% 14%
Hlutfall óflokkaðs í urðun á móttökustöð 8% 8% 7% 7% 6% 5%
Heildarhlutfall flokkaðs efnis 92% 92% 93% 93% 94% 95%

 

Markmið um minnkað hlutfall óflokkaðs úrgangs til urðunar

 

Flokkur 2020 2021 2022 2023 2024 2025
Hlutfall flokkaðs á móttökustöð 57% 58% 60% 65% 70% 75%
Hlutfall óflokkaðs í urðun á móttökustöð 43% 42% 40% 35% 30%

25%

Jarðstrengsvinna á Mýrum í Borgarfirði sumarið 2021
Jarðstrengsvinna á Mýrum í Borgarfirði sumarið 2021.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar