ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK afhendir ríkinu Dynjanda

Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli og vegna tengingar jarðarinnar Dynjanda í Arnarfirði við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að afhenda íslenska ríkinu jörðina til eignar og varðveislu án endurgjalds.

Gengið var frá eignarskiptunum með athöfn í nágrenni við fossinn Dynjanda á degi íslenskrar náttúru þann 16. september þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra tók við jörðinni fyrir hönd ríkisins af Birki Jóni Jónssyni stjórnarformanni RARIK. Um leið var undirritað samkomulag milli ríkisins og RARIK sem miðar að því að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og fossins Dynjanda sem er innan marka jarðarinnar ásamt vatnasviði fossanna í Dynjandisá. Auk þess er skv. samkomulaginu tilgreint að núverandi raflínur sem liggja um land jarðarinnar geti staðið þar áfram með eðlilegri endurnýjun og eftir atvikum að unnt verði að leggja nýjar raflínur til að styrkja innviði raforkuflutnings og -dreifingar á Vestfjörðum enda verði farið að almennum lögum sem gilda um slíkar framkvæmdir, s.s. lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.

 

Náttúruperla

 

Dynjandi sem er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár er af mörgum talinn ein fegursta náttúruperla Íslands og er hann einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá voru ásamt umhverfi þeirra friðlýstir sem náttúruvætti árið 1981 og hefur Umhverfisstofnun haft Dynjanda í umsjá sinni um árabil. Af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar.

 

Búskapur á jörðinni Dynjandi lagðist af árið 1951 en Rafmagnsveitur ríkisins keyptu jörðina árið 1957 af erfingjum Skúla Thoroddsen alþingismanns og konu hans frú Theódóru Thoroddsen. Vatnsréttindi höfðu áður verið seld frá jörðinni 1919 til “Dansk Íslandsk Anlegsselskap A/S” en þau voru tekin eignarnámi fyrir Rafmagnsveitur ríkisins ásamt vatnsréttindum Mjólkár og Hósár árið 1956.

 

Rausnarleg gjöf

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði þegar hann tók jörðinni að með þessari rausnarlegu gjöf RARIK til þjóðarinnar skapaðist einstakt tækifæri til að tengja jörðina Dynjanda við Friðlandið í Vatnsfirði og skapa þannig mikilvæg verðmæti fyrir sunnanverða Vestfirði.

 

Birkir Jón Jónsson stjórnarformaður sagði við þetta tækifæri að nú þegar RARIK léti jörðina af hendi eftir að hafa haldið henni í rúm 60 ár hafi þar engu verið spillt. Sama megi segja um þá stórhuga bændur sem nýttu jörðina á árum áður þegar Auðkúluhreppur iðaði af mannlífi. Þetta kenndi mönnum að ef rétt væri á málum haldið gæti nýting lands og verndun farið vel saman.

Guðmundur Ingi og Birkir Jón
Guð­mundur Ingi Guð­brands­son og Birkir Jón Jóns­son undirrituðu sam­komu­lag milli ríkisins og RA­RIK um að tryggja úti­vistar- og náttúru­verndar­gildi jarðarinnar og náttúru­vættisins. -Ljósmynd/Umhverfisráðuneytið
Hópmynd
Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli og vegna tengingar jarðarinnar Dynjanda í Arnarfirði við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að afhenda íslenska ríkinu jörðina til eignar og varðveislu án endurgjalds. -Ljósmynd/Umhverfisráðuneytið

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar