ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Óvenjumikið framkvæmdaár

Á þessu ári fyrirhugar RARIK fjárfestingar fyrir 6,5 milljarða króna. Um er að ræða óvenju mikið framkvæmdaár, sem einkum stafar m.a. af framkvæmdum við nýja hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði.

Meðal helstu þátta fjárfestinganna í ár má nefna að til Stofnkerfis (Grunnkerfis) RARIK er áætlað að verja 1,3 milljarði króna, en stærstu einstöku verkin þar eru ný aðveitustöð á Sauðárkróki, stækkun aðveitustöðvar á Rangárvöllum við Akureyri, ný aðveitustöð á byggðalínu við Hnappavelli í Öræfum og á árinu er fyrirhugað að ljúka 33 kV jarðstrenglögn til Víkur í Mýrdal, sem eykur afhendingaröryggi þar til muna.

 

Í dreifbýli er gert ráð fyrir 2,3 milljarða króna fjárfestingu í endurnýjun og aukningu dreifikerfis í sveitum. Stærsti hlutinn, 2 milljarðar króna, fara til jarðstrengvæðingar og þrífösunar, auk notendadrifinnar aukningar. Hér er um að ræða óvenju háa upphæð sé tekið mið af langtímaáætlun RARIK, en það stafar af ákvörðun stjórnar RARIK um að í kjölfar óveðurs í desember síðastliðnum verji RARIK aukalega 230 milljónir króna í strengvæðingu á Norðurlandi, þátttaka í verkefninu brothættar byggðir, en í ár er ætlunin að vinna fyrir 220 milljónir króna í Landbroti og Meðallandi og loks 150 milljónir króna í verkefni tengd atvinnusköpun. Í tveimur síðast töldu verkefnunum greiðir Ríkisjóður flýtikostnað af verkunum. Í ár er því áætlað að verja ríflega 1.600 milljónum króna í jarðstrengkerfi í dreifbýli, sem er um 600 milljónum krónum meira en langtímaáætlun gerði ráð fyrir. Búið er að opna tilboð í stærstan hluta ofangreindra framkvæmda og efni að mestu komið til landsins.

 

Í þéttbýli er áætluð fjárfesting á árinu til endurnýjunar og til að mæta aukningu 550 milljóna króna.

 

Alls er áætlað að fjárfesta í nýframkvæmdum tengdum hitaveitu fyrir 1,2 milljarða króna. Stærstur hluti þeirrar upphæðar fer í framkvæmdir við hitaveituna til Hornafjarðar, en einnig verður nokkuð um framkvæmdir við hitaveitusvæði sem þjónar Blönduós og Skagaströnd.

 

Á árinu er einnig stefnt að útskiptum á orkumælum fyrir ríflega 400 milljónir króna, en þar er um að ræða útskipti á eldri mælum með fjarálesnum snjallmælum.

 

Til viðbótar því sem talið hefur verið upp hér að ofan má nefna að fjárfest verður í húsnæði fyrir rúmlega 400 milljónir króna, en stærsta einstaka verkefnið þar er bygging sem hýsa á skrifstofur RARIK á Selfossi og aðstöðu fyrir vinnuflokkinn þar, en þar hefur RARIK verið með starfsemi á þremur stöðum.

Jarðstrengslögn
Endurnýjun loftlínukerfis með jarðstrengjum.
Hitaveituframkvæmdir
Lagning stofnlagnar fyrir hitaveitu á Höfn.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar