ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK samstæðan innleiðir nýtt orkureikningakerfi

RARIK og Advania hafa samið um kaup og innleiðingu nýju orkureikningakerfi fyrir RARIK og dótturfélag þess, Orkusöluna. Nýja orkureikningakerfið er byggt á einfaldara rekstrarumhverfi og er ætlað að bæta þjónustu við viðskiptavini. RARIK og Orkusalan hafa notað Dynamics AX til margra ára fyrir fjárhag, birgðahald, launakerfi, verkbókahald og fleiri rekstarþætti félaganna. Með orkureikningakerfi á grunni Dynamics AX næst einfaldari samþætting við aðrar kerfiseiningar, einfaldara rekstrarumhverfi í upplýsingatækni og samþjöppun á þekkingu starfsmanna.

Ríkiskaup auglýstu fyrir hönd RARIK eftir þátttakendum á evrópska efnahagssvæðinu sem boðið gætu orkureikningakerfi sem hlotið hefði útbreiðslu í Evrópu og væri samþætt við Microsoft Dynamics AX viðskiptakerfið.


Tveir bjóðendur, annars vegar Advania og hins vegar Annata, báðir í samstarfi við erlenda framleiðendur, sóttu um þátttöku og voru samþykktir inn í tilboðsferli. Eftir ítarlega skoðun á boðnum lausnum og fjárhagstilboð með innleiðingu mat Ríkiskaup tilboð Advania sem hagstæðara tilboðið samkvæmt valforsendum RARIK.


Innleiðing kerfisins hófst í janúar 2017 og áætlað er henni ljúki um mitt ár 2018.

RARIK og Advania

RARIK og Advania undirrita samning um kaup á nýju orkureikningakerfi: Sigríður Þórðardóttir forstöðumaður viðskiptalausna AX hjá Advania, Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, Ragnar Páll Bjarnason verkefnastjóri hjá RARIK, Rúnar Óskarsson sérfræðingur sölukerfa hjá RARIK, Ólafur Gíslason upplýsingatækistjóri RARIK, Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK og Tryggvi Ásgrímsson deildarstjóri notendaþjónustu hjá RARIK.

Upphafsfundur

Þátttakendur og hagsmunaaðilar á upphafsfundi þar sem verkefnið var formlega sett af stað.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar