ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Fleiri truflanir og meiri orkuskerðing

Á árinu 2020 fjölgaði truflunum í dreifikerfi RARIK miðað við árið 2019. Meiri skerðing varð á orkuafhendingu til notanda en í meðalári þótt hún væri minni en árið áður. Flestar þessara truflana má rekja til óveðurs sem gekk yfir landið 14. febrúar og olli töluverðu tjóni á línukerfum RARIK en alls brotnuðu yfir 100 staurar og mikill fjöldi sláa í því veðri. Víðtækasta rafmagnsleysið varð á Suðurlandi, en enginn landshluti slapp í þessu áhlaupi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu RARIK fyrir 2020.

Truflunum fjölgaði um 54 á milli ára, en fjöldinn er mjög áþekkur og í meðalári, eða 1% fleiri en meðaltal áranna 2011–2020. Þessi aukning er hins vegar þvert á þróun undanfarinna ára því dregið hefur jafnt og þétt úr truflunum vegna veðurs síðustu ár eftir því sem stærri hluti dreifikerfisins hefur verið fluttur úr loftlínum í jarðstrengi. Í kjölfar áhlaupsins í upphafi árs 2020 var sett aukið fjármagn í endurnýjun dreifikerfisins og voru samtals lagðir um 380 km af jarðstrengjum sem er mun meira en í jafnaði undanfarin ár.

 

Meiri skerðing til notenda

Alls urðu 596 fyrirvaralausar eða fyrirvaralitlar truflanir í dreifikerfi RARIK árið 2020, þar af voru 51% í háspennukerfinu en 49% í lágspennukerfinu. Truflunum vegna náttúruafla fjölgaði nokkuð en truflunum vegna áverka og af tæknilegum ástæðum fækkaði. Alls urðu 28% truflana vegna náttúruafla, aðallega vinds og ísingar. Um 29% truflana urðu vegna áverka, aðallega vegna graftar og áflugs fugla, en 23% fyrirvaralausra truflana voru af tæknilegum ástæðum. Orsakir 15% truflana eru óþekktar.

 

Skerðing á orkuafhendingu til notenda vegna fyrirvaralausra truflana var 329 MWst á árinu sem er 48% meira en í meðalári en talsvert minna en árið á undan. Veður, aðallega ísing, vindur og selta á loftlínum var orsök 63% skerðinganna, en um 11% var vegna áverka, aðallega graftar í háspennta jarðstrengi. Tæknilegar bilanir voru orsök 16% skerðinga ársins, en orsakir 8% skerðinganna eru óþekktar.

Orkuskerðing 2020
Fjöldi fyrirvaralausra truflana 2020
Endamastur á 11 kV línu sem liggur frá Hölum niður á Höfn sem brotnaði í febrúar 2020.
Endamastur á 11 kV línu sem liggur frá Hölum niður á Höfn sem brotnaði í febrúar 2020.
Staurabrot á Klausturlínu í febrúar 2020.
Staurabrot á Klausturlínu í febrúar 2020.

Þessi frétt var uppfærð 14.4.2021.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar