ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Endurnýjun aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi

RARIK vinnur nú að endubótum á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi en þær hófust á síðasta ári.

Á Skagaströnd var byggt yfir spenni og skipt um 33 kV og 11 KV rofabúnað sem kominn var á aldur en með því að setja spenni inn í hús fæst aukið rekstraröryggi fyrir svæðið. Byggingaverktakinn K-TAK ehf. hefur lokið sínu verki.  Spennir er kominn á staðinn og tengingum utandyra lýkur í vor.

 

Við aðveitustöðina í Varmahlíð í Skagafirði er unnið að viðbyggingu yfir spenni sem settur verður þar upp næsta sumar. Auk þess verður eldra hús á staðnum endurklætt og lagfært. Byggingaverktakinn K-TAK ehf. mun ljúka byggingaframkvæmdum í byrjun sumars. Á Dalvík hefur einnig verið skipt um 11kV rofabúnað töflu, fjargæsluskáp og liðverndarbúnað í 33 kV skápum.

 

Á Laxárvatni við Blönduós en nú verið að breyta húsnæði sem áður hýsti varavélar í rými fyrir þrjá spenna sem settir verða upp í ár og á næsta ári. Það er K-TAK ehf á Sauðárkróki sem sér um byggingaframkvæmdir. Í stað eldri spennis, sem er að verða of lítill, verður settur upp 20 MVA 132/33 KV spennir auk þess sem 33/19 KV spennir fyrir Sveinstaðalínu verður stækkaður upp í 5 MVA  og spennir fyrir 11 KV afhendingu verður stækkaður í 10 MV. Allt er þetta gert til að mæta auknu álagi á svæðinu.

 

Ný aðveitustöð er í byggingu á Kópaskeri og er reiknað með að byggingaverktakinn Úlfsstaðir ehf. ljúki sinni vinnu snemmsumars og stefnt er að því að uppsetning á nýjum búnaði og á nýjum 33/11 KV spenni ljúki fyrir árslok.

 

Á Vopnafirði er unnið að byggingu húss yfir spenna, en á síðasta ári var Þverárvirkjun tengd aðveitustöðinni með 33 KV jarðstreng. Settur var upp rofabúnaður og spennir til bráðabirgða en reiknað er með verklokum í sumar. Byggingaverktaki er Úlfsstaðir ehf.

 

Þá er þess að geta að á síðasta ári var 66/11 spennir RARIK við landeldisstöð Silfurstjörnunnar í Öxarfirði stækkaður í 6MW til að mæta auknu álagi á svæðinu.

 

Í aðveitustöðinni að Stuðlum í Reyðarfirði var skipt um 11 KV rofasett og lokið rofaskipum í stöðinni við Eyvindará á Egilsstöðum. Þá er hafin bygging á spennaþró og skýli yfir spenni á Stöð í Stöðvarfirði. Byggingaverktaki er Úlfsstaðir ehf. og er miðað við að framkvæmdum og spennaskiptum ljúki í haust.

 

Í aðveitustöðinni í Neskaupstað verður skipt um alla 11 KV rofa í og þeim fjölgað og á næsta ári verður tveimur 20 MVA spennum skipt út fyrir tvo 35 MVA spenna. Á þessu ári verður skipt um 11 kV háspennurofa í aðveitustöðinni að Hólum við Höfn í Hornafirði.

 

Allar þessar framkvæmdirnar miða að því að bæta afhendingaröryggi og gera kerfi RARIK á þessum svæðum betur í stakk búin til að mæta aukinni notkun í framtíðinni.

Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd
Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd
Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd
Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd
Spennir stækkaður við landeldisstöð Silfurstjörnunnar í Öxarfirði
Spennir stækkaður við landeldisstöð Silfurstjörnunnar í Öxarfirði

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar