Rarik
Leit
Leit

Elsta loftlína í dreifikerfi RARIK tekin úr rekstri

Aðfaranótt 1. júní var elsta loftlína í kerfi RARIK tekin úr rekstri. Línan sem reist var árið 1939 var í eigu Laxárvirkjunnar og tengdi Akureyri upphaflega við virkjunina. RARIK tók línuna yfir á sjötta áratug síðustu aldar og hefur hún þjónað notendum í Vaðlaheiði og í Fnjóskadal síðustu áratugina.

Það gildir það sama um línukerfið og mannfólkið að það eldist misvel og verður að segjast að þessi lína stóð sig lengst af afskaplega vel. Á síðustu árum hafa hins vegar komið fram erfiðar truflanir á henni, þar með talið bilun í desember síðastliðnum sem olli fjölda útleysinga á einum sólarhring án þess að tækist að finna orsök bilunarinnar.

 

Nú hverfa loftlínur RARIK ein af annarri og í staðinn koma jarðstrengir sem auka rekstraröryggi dreifikerfisins og draga úr sjónrænum áhrifum. Stefnt er að því að allt dreifikerfi RARIK verði komið í jörð árið 2035.

Loftlína frá árinu 1939 tekin úr notkun 2018
Hér er loftlínan gamla sem um ræðir eða Öldungurinn eins og hún hefur gjarnan verið kölluð af starfsmönnum RARIK.
Starfsmenn RARIK að störfum við framkvæmdina
Starfsmenn RARIK að störfum við framkvæmdina.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik