ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Breytingar á verðskrá fyrir heitt vatn 1. maí

Á fundi stjórnar RARIK 17. mars sl. var tekin ákvörðun um hækkun á verðskrám fyrir hitaveitur og rafkyntar hitaveitur og tóku þær gildi frá og með 1. maí 2023.

Um er að ræða 4,3% hækkun á verðskrá tengigjalda og á verðskrám fyrir hitaveitur RARIK og rafkynta fjarvarmaveitu á Seyðisfirði.  Undan er skilin hitaveitan á Siglufirði, en ekki er lögð til hækkun á verðskrá hennar vegna þess að afkoman er ásættanleg. Hækkunin er að öðru leyti í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs.

 

Verðskrá hitaveitna hefur almennt fylgt vísitölu neysluverðs. Ef verðið fylgdi breytingu á viðmiðunarvísitölu að fullu ætti hækkunin að vera meiri eða um 6,7%.

 

Þann 1. maí bættist einnig við svohljóðandi skýring á taxta H61, sem er sala til minni notenda í dreifbýli í Dalabyggð:

 

„Eftir tilkomu orkumæla stefnir RARIK á að afleggja sölu um hemil úr hitaveitukerfi RARIK og í stað þess að taka upp sölu um orkumæla. Því er taxti H61 ekki í boði fyrir nýja notendur.“

 

Ástæða þessarar breytingar er sú að með tilkomu orkumæla á hitaveituvatni er greitt fyrir þá orku sem um mælinn fer á hverjum tíma, en ekki greitt fyrir fast magn sem hemill er stilltur á óháð þörf. Þegar álag er lítið getur það leitt til sóunar á takmarkaðri auðlind. Einnig getur lág stilling á hemli  valdið vatnsskorti hjá viðskiptavinum á álagstoppum.

Verðskrá fyrir sölu á heitu vatni

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar