ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Breyting á verðskrá fyrir dreifingu raforku

Þann 1. nóvember mun verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku hækka um 9,8%. Hækkunin, sem að þessu sinni er aðeins umfram verðlagshækkun frá síðustu hækkun kemur til af ört vaxandi framkvæmdum í dreifikerfi RARIK og verulegra framkvæmda framundan, m.a. til að takast á við orkuskipti í samgöngum.

RARIK sem ekki hefur nýtt tekjuheimildir sínar að fullu á liðnum árum, heldur haldið verðskránni lægri en heimilt hefur verið, mun þurfa að nýta heimildir sínar betur til að geta tekist á við þarfir viðskiptavina um styrkingu núverandi kerfis og aukið afhendingaröryggi, m.a. vegna vaxandi orkuskipta. Af þeim sökum þarf RARIK að bregðast við og hækka verðskrá.

 

Til að ná fullum orkuskiptum þarf að fara í verulega meiri fjárfestingar í dreifikerfinu, m.a. í dreifbýli og telur RARIK að ekki sé hægt að láta gjaldskrá raforkudreifingar eina standa undir þeim fjárfestingum. Það myndi kalla á verulegar hækkanir á verðskrám. Skoða þarf breytingar á lagaumgjörðinni, t.d. gagnvart verðjöfnun á kostnaði við raforkudreifingu, eða með beinni aðkomu stjórnvalda að nýjum verkefnum vegna orkuskipta.

 

Þrátt fyrir þessa hækkun RARIK vantar mikið upp á að RARIK nýti heimildir sínar til verðskrárhækkana að fullu. Vaxandi fjárfestingaþörf í dreifikerfinu mun hins vegar kalla á að RARIK nýti þær heimildir betur á komandi misserum.

Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar