Fellivalmynd
Rarik
Leit
Leit

Auknar fjárfestingar á árinu 2019

Á fundi stjórnar RARIK þann 23. nóvember s.l. var samþykkt fjárfestingaáætlun fyrir árið 2019. Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 7.214 mkr. sem skiptast þannig að fjárfesting í dreifikerfum raforku er um 5.134 mkr., í hitaveitum 1.599 mkr. og í sameiginlegum verkefnum 480 mkr. Þetta er nokkur aukning frá því sem áætlað var á þessu ári en áætlaðar fjárfestingar í ár voru 4.993 mkr.

Jarðstrengslögn í Hrútafirði í sumar
Jarðstrengslögn í Hrútafirði í sumar

Til 33 kV strenglagna verður varið 613* mkr. og þar eru stærstu verkefnin lagning strengs frá Rangárvöllum að Hólsvirkjun, strengs frá Brúarvirkjun að Reykholti í Biskupstungum og lagning strengs frá Stöðvarfirði til Breiðdalsvíkur sem ekki tókst að leggja í ár af ýmsum ástæðum. Til framkvæmda í aðveitustöðvum á að verja 1.724 mkr. og þar eru stærstu verkefnin endurnýjun aðveitustöðva. Byggðar verða nýjar aðveitustöðvar í stað eldri stöðva á Lambafelli ofan við Ólafsvík, á Sauðárkróki og á Breiðdalsvík. Auk þess verður byggð ný aðveitustöð á Hnappavöllum í Öræfum, en jarðstrengur frá Höfn er orðinn yfirlestaður vegna mikillar aukningar í Öræfum.


Til endurnýjunar og aukningar á dreifikerfum til sveita með jarðstrengslögnum og jarðspennistöðvum er áformað að verja 1.913 mkr. og í dreifikerfi í þéttbýli verður varið 524 mkr.


Á næsta ári hefst einnig vinna við uppsetningu á nýju fjargæslukerfi sem hefur verið í undirbúningi um nokkurn tíma. Reiknað er með að 212 miljónum verði varið til þess verkefnis á næsta ári, en verklok eru áætluð á árinu 2020.


Vinna við hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði heldur áfram á árinu 2019. Flest leyfismál eru nú í höfn, nægilegt heitt vatn fundið á Hoffelli fyrir hitaveitu og stefnt er að lögn stofnæðar, byggingu dælustöðva og tengingu við núverandi innanbæjarkerfi á Höfn á árinu 2019.

Kökurit yfir fjárfestingar RARIK fyrir ársið 2019

 

---

*Leiðrétt 10.12.2018: Til 33kV strenglagna verður varið 613 mkr. (ekki 547 mkr.)

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik