Rarik
Leit
Leit

Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2018

Hagnaður af starfsemi RARIK nam 1.384 milljónum króna á fyrri helmingi ársins.

Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2018 var 1.711 milljónir króna. Rekstrartekjur hækkuðu um rúm 16% frá fyrra ári, en rekstrargjöld með afskriftum hækkuðu um tæp 9%. Hækkun rekstrartekna var meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum, en rekstrargjöld voru heldur hærri.

 

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 447 milljónir króna á tímabilinu, samanborið við 252 milljónir króna fyrri hluta ársins 2017. Er það í samræmi við áætlanir.

 

Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru jákvæð um 373 milljónir króna, samanborið við 257 milljónir króna á fyrri hluta síðasta árs.

 

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður á tímabilinu 1.384 milljónir króna.

 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.659 milljónir króna eða 31,83% af veltu tímabilsins, samanborið við 27,5% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri var 2.696 milljónir króna samanborið við 1.951 milljón króna á sama tímabili árið 2017.

 

Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2018 voru 63.939 milljónir króna og heildarskuldir námu 24.978 milljónum króna. Eigið fé var 38.961 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 61%.

 

Í júnímánuði var farið í skuldabréfaútboð sem gekk vel og var tilboðum að upphæð 4.740 milljónum tekið á ávöxtunarkröfunni 2,7%. Fjárfestingar ársins eru áætlaðar um 5.000 milljónir sem er meira en undanfarin ár.

 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2018 eru góðar. Gert er ráð fyrir að afkoma fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði í samræmi við áætlanir. Miðað við gengisþróun undanfarna mánuði og verðbólguspár næstu mánaða verður heildarafkoma fyrirtækisins því jákvæð á árinu 2018.

 

Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

 

Helstu stærðir samstæðureiknings eru sýndar í meðfylgjandi viðhengi.

 

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna

 

Helstu stærðir úr rekstri: jan-jún jan-jún jan-jún jan-jún jan-jún jan-jún jan-jún
2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012
Rekstrartekjur 8.354 7.182 7.399 6.633 6.428 5.783 5.568
Rekstrargjöld 6.643 6.115 5.757 5.370 4.770 4.576 4.193
Rekstrarhagnaður 1.711 1.067 1.262 1.263 1.658 1.207 1.375
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -447 -252 -446 -548 -424 -425 -699
Áhrif hlutdeildarfélags 373 257 -75 354 277 335 53
Hagnaður/tap fyrir skatta 1.637 1.072 1.121 1.070 1.512 1.117 729
Tekjuskattur -253 -163 -239 -143 -247 -156 -163
Hagnaður (Tap) 1.384 909 882 927 1.265 961 566
Eignir samtals 63.939 57.010 60.946 48.838 46.964 45.846 37.163
Eigið fé 38.961 36.077 35.661 30.112 28.098 26.158 19.894
Skuldir 24.978 20.933 25.285 18.727 18.866 19.688 17.269
Handbært fé frá rekstri 1.559 1.627 1.744 1.362 1.341 1.214 1.344
Greidd vaxtagjöld 301 317 315 352 357 361 350
EBITDA 2.659 1.975 2.500 2.071 2.455 2.006 1.995
Vaxtaþekja 8,83 6,23 7,94 5,88 6,88 5,56 5,70
Eiginfjárhlutfall 60,9% 63,3% 58,5% 61,7% 59,8% 57,1% 53,5%

Árshlutareikningur RARIK 1. janúar til 30. júní 2018 var samþykktur á fundi stjórnar þann 31. ágúst 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 528-9000.

Árshlutareikningur jan-jun 2018

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik