ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns

 

Nr. 13 - Útgefið 1. ágúst 2022

Sækja PDF útgáfu af verðskrá nr. 13

Verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns 1. ágúst 2022

Verðskrá tengigjalda skiptist í tvo kafla. Í fyrri kaflanum er fjallað um þéttbýli og  byggðakjarna, en í seinni kaflanum er fjallað um dreifbýlisheimtaugar.

 

Heimtaugar eru í eigu RARIK, en með greiðslu tengigjalda öðlast notandi aðgang að dreifikerfi RARIK. Tengigjöld skulu greidd áður en framkvæmd hefst. Föst tengigjöld samkvæmt verðskrá þessari eru því aðeins í gildi að eðlileg lagnaleið sé fyrir hendi.

 

Með heimtaugarumsókn þarf að fylgja uppdráttur af lóðum svæðisins í mælikvarða 1:500 til 1:2000, staðfestur af Skipulagsstofnun, ásamt landnúmerum viðkomandi lóða. Á staðfestum uppdrætti skulu koma fram akbrautir, stígar, stærð lóða og staðsetning húsa á lóðum.

 

Heimtaugar greinast í aðalheimtaugar og bráðabirgðaheimtaugar til tímabundinna nota.  

Lega heimtaugar frá lágspennudreifikerfi skal ákveðin í samráði við RARIK, en umsækjandi sér um gröft fyrir heimtaug innan sinna lóðarmarka og annast frágang í samræmi við Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar, TTR, grein 4.1.2. Á þetta við um bæði varanlegar og bráðabirgðaheimtaugar.

 

Í dreifbýli þar sem heimtaugar eru 100 A eða minni er mælir settur í mælakassa utandyra. Þetta gildir einnig í þéttbýli þar sem ekki er um búsetu eða reglulega starfsemi að ræða. Húseigandi leggur til mælakassa sem uppfyllir kröfur um frágang og gerð á mynd M5 og M3 í TTR og skal rafverktaki annast uppsetningu og tengingu á kostnað húseiganda.

 

Frágangur rafmagnsheimtauga skal vera samkvæmt Tæknilegum tengiskilmálum raforkudreifingar, TTR.  

Breyting á strenglögnum vegna skipulagsbreytinga eftir að uppbyggingu dreifikerfis er lokið skv. útgefnu skipulagi, greiðist af sveitarfélagi (greiðist ekki af RARIK).

 

Heimtaugar fyrir ótryggða orku falla ekki undir verðskrá þessa, enda eru slíkar heimtaugar meðhöndlaðar sérstaklega hverju sinni.

 

Heimtaugar þar sem krafist er kerfisframlags, vegna styrkingar á fyrirliggjandi dreifikerfi, falla ekki undir þessa verðskrá.

 

Kerfisframlag getur myndast við aðstæður þar sem fyrirséð er að framkvæmd verður mjög dýr eða þegar um er að ræða lágan nýtingartíma notanda m.t.t. aflþarfar. Komi til kerfisframlags er notandi  upplýstur um það fyrirfram ásamt forsendum útreikninga sbr. reglugerð nr. 1040/2005.

 

Útreikningur á kerfisframlagi byggir á áætluðum tekjum, stofn og rekstrarkostnaði.

 

Í samræmi við TTR skal alltaf fylgja áætlun um aflþörf þegar óskað er eftir stærri heimtaug en 200 A. RARIK áskilur sér jafnframt í öllum tilvikum rétt til að óska eftir áætlun um afl og notkunartíma vegna lagningar eða styrkingar heimtauga.

 

Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti. 

 



1. Heimtaugar í þéttbýli og byggðakjörnum

Í þessari verðskrá teljast til þéttbýlis þeir staðir sem skilgreindir eru sem þéttbýli á grundvelli  reglugerðar um framkvæmd raforkulaga. Í þessari verðskrá teljast til byggðakjarna skipulögð hverfi með samfelldri byggð og frágengnu gatnakerfi þar sem fjarlægð milli húsa fer ekki að hámarki yfir 100 metra og íbúatalan er yfir 50 miðað við skrá Hagstofu Íslands um síðastliðin  áramót. Nýir byggðakjarnar sem eru að myndast greiða tengigjald samkvæmt dreifbýlisverðskrá þar til ofangreindum skilyrðum er fullnægt.  

Skrá yfir skilgreind þéttbýli og byggðakjarna er að finna á heimasíðu RARIK.

 

1.1 Heimtaugar

 

Almennt verð heimtauga gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum þar sem dreifikerfið er lagt ásamt öðrum innviðum. Verðin gilda ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði gatna og gangstíga. Verðin gilda ekki ef leggja þarf dreifikerfi áður en búið er að jarðvegsskipta í götum og gangstígum. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélags t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna. RARIK gerir tilboð í lagnir við þessar aðstæður.

 

Gjald fyrir heimtaug er háð stærð hennar. Lágmarksstærð heimtaugar er 35A þriggja fasa. Málstraumur heimtaugar miðast við stærð stofnvara húsveitu.  Heimtaugar eru almennt afgreiddar 3x400V þar sem kerfi RARIK bíður upp á það. RARIK afhendir ekki einfasa heimtaugar.

 

RARIK gerir skriflegt tilboð um tengigjald fyrir heimtaugar stærri en 1200 A. Gjald fyrir breytingar á heimtaugum, aðrar en um getur í verðskrá þessari, er samkvæmt skriflegu tilboði. 

 

Einungis er afgreidd ein heimtaug í hvert hús samanber TTR 4.1.7. Heimtaugagjald miðast við að heimtaugarstrengur sé kominn inn í töflu / mælakassa, en rafverktaki annast tengingu hans á kostnað húseiganda. Lega heimtaugar frá lágspennudreifikerfi skal ákveðin í samráði við RARIK, en umsækjandi sér um gröft og lögn á 50 mm röri eða stærra eftir því sem við á, fyrir heimtaug innan sinna lóðarmarka og annast frágang í samræmi við Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar, TTR, grein 4.1.2.

 

Viðbótarmælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum  eða húsum sem fleiri en einn nýtir, sjá gr.1.3 eða gr. 2.8.

 

Sé spennistöð sett upp að mestu eða öllu leyti fyrir einn notanda skal notandi leggja til lóð eða húsnæði, sjá gr. 1.6.

 

 

1.2 Tengigjöld í þéttbýli og byggðakjörnum

 

Grunnverð:

 

Málmstraumur/gerð

 

35AHeimtaug159.000 
 50AHeimtaug205.000kr
100AHeimtaug358.000kr
200AHeimtaug662.000kr
315AHeimtaug1.013.000kr
400AHeimtaug1.275.000kr
500AHeimtaug1.579.000kr
630AHeimtaug1.976.000kr
800AHeimtaug2.497.000kr
1.200AHeimtaug3.718.000kr

 

1% af grunnverði heimtaugar reiknast á hvern meter umfram 20 metra innan lóðarmarka.

 

Önnur gjöld sem til greina koma eru:

 

a)    Viðbótarmælir 36.000 kr. sjá gr. 1.3

b)    Bráðabirgðaheimtaugar sjá gr. 1.4

c)    Stækkun heimtaugar sjá gr. 1.5

d)    Spennistöð fyrir einn notanda sjá gr. 1.6

e)    Endurkomugjald 26.000 kr. sjá gr. 1.7

f)     Breyting á heimtaug sjá gr. 1.8

g)    Endurtenging sjá gr. 1.9

h)    Aukakostnaður og frávik sjá gr. 1.12

 

 

1.3 Viðbótarmælar

 

Fyrir uppsetningu viðbótarmælis, fyrir aðra mælingu og/eða annan notanda á sömu heimtaug, greiðast 36.000 kr. fyrir hvern mæli. Viðbótarmælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum sem fleiri en einn nýtir . Þar sem notendur eru fleiri en 5 á sömu heimtaug  greiðist fullt gjald fyrir fyrstu 5 viðbótarmælana en hálft gjald fyrir mæla umfram 5 í sama verkinu. Viðbótarmæli er ekki heimilt að setja upp fyrir notkun utan lóðar heimtaugarhafa. Sjá kröfur varðandi viðbótarmæla í kafla 5 í TTR.

 

 

1.4 Bráðabirgðaheimtaugar

 

Grunngjald fyrir bráðabirgðaheimtaugar er eftirfarandi:

 

Málmstraumur/gerð

 

 50ABráðabirgðaheimtaug49.000kr
 100ABráðabirgðaheimtaug71.000kr
200ABráðabirgðaheimtaug 125.000kr
Strenglögn pr. metra8.000kr

 

Innifalið í grunngjaldi er kostnaður við uppsetningu mælis og spennusetningu veitunnar. Annar kostnaður við framkvæmd verks greiðist samkvæmt skriflegu tilboði, sem miðast við aðstæður hverju sinni. Bráðabirgðaheimtaugar skulu aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra. Með bráðabirgðaheimtaug er átt við heimtaug sem fjarlægð er að verki loknu og gjald fyrir hana dregst ekki frá gjaldi fyrir varanlega heimtaug. Kostnaður fyrir leigu á búnaði, allt að 12 mánuðum, í bráðabirgðaheimtaug reiknast sem 10% af verði út af lager fyrir hvert byrjað ár.

 

 

1.5 Stækkun heimtaugar

 

Þegar heimtaug er stækkuð skal greiða 36.000 kr. fast gjald og  auk þess fullt tengigjald fyrir hina nýju heimtaug að frádregnu 40% af fyrra tengigjaldi samkvæmt gildandi verðskrá. Þetta á þó ekki við smáheimtaugar,  (sjá eldri verðskrár), en þær er ekki hægt að stækka. Þurfi að skipta um heimtaugastreng vegna stækkunar heimtaugar skal umsækjandi sjá um jarðvinnu innan lóðar og sé fyrirliggjandi rör fyrir streng of grannt eða skemmt skal umsækjandi sjá um að endurnýja það á sinn kostnað. Taka þarf mið af gr. 1.1 við stækkun heimtauga vegna mögulegs aukakostnaðar.

 

 

1.6 Spennistöð

 

Þurfi að setja spennistöð, að mestu eða öllu leyti fyrir einn notanda, skal hann leggja til lóð eða húsnæði fyrir spennistöðina, eftir því sem hagkvæmara þykir að mati RARIK. Þegar lóð er lögð til er það gert RARIK að kostnaðarlausu og hlíta ber skilmálum RARIK um stærð og staðsetningu lóðarinnar. Ef RARIK samþykkir að nýta húsnæði sem notandinn leggur til fyrir spennistöðina skal húsnæðisaðstaðan fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru um húsnæði til þessara nota, svo sem um brunahólf, og að öðru leyti fullnægja byggingareglugerð. Ganga skal frá skriflegum samningi um húsnæðið.

 

 

1.7 Endurkoma

 

Þurfi að hverfa frá við tengingu heimtaugar vegna ófullnægjandi frágangs, eða koma aftur vegna færslu heimtaugar á endanlegan stað, greiðist endurkomugjald 26.000 kr.

 

 

1.8 Breyting á heimtaug

 

Breytingar á heimtaug að ósk notanda eru alfarið á hans kostnað. Sama gildir ef færa þarf mælakassa og heimtaug, sé mælakassi ekki lengur aðgengilegur utandyra.

 

 

1.9 Endurtenging

 

Sé veitu lokað um lengri tíma en 6 mánuði verður heimtaug aftengd. Falli notkun um heimtaug niður í 5 ár, telst heimtaug aflögð og þarf að greiða fullt tengigjald samkvæmt verðskrá hefjist notkun að nýju. Fyrir endurtengingu allt að 18 mánuðum frá aftengingu greiðast  20% af keyptum heimtaugarrétti  fyrir endurtengingu allt að 36 mánuðum frá aftengingu greiðast 40% af keyptri heimtaugarrétti og fyrir endurtengingu allt að 5 árum greiðist 70% af keyptum heimtaugarrétti. Endurtenging heimtaugar á aðeins við um þá lóð þar sem heimtaugin var afgreidd á sínum tíma, en fylgir ekki húsinu við flutning. Við endurtengingu eftir 6 mánuði eða meira skal sækja um tengingu á sama hátt og um nýja heimtaug væri að ræða, gefa skal upp löggiltan rafverktaka og tenging framkvæmd eftir þjónustubeiðni frá honum.

 

 

1.10 Staðsetning

 

Leita skal samþykkis RARIK fyrir staðsetningu inntaks heimtaugar samanber TTR 4.1.2.

 

 

1.11 Framkvæmd

 

Umsækjanda ber að leggja, á sinn kostnað, plaströr fyrir heimtaugarstreng út fyrir lóðamörk í samráði við RARIK og í samræmi við tæknilega tengiskilmála TTR 3.2.6.

 

 

1.12 Aukakostnaður og frávik

 

Fyrir heimtaugar á svæði þar sem varanlegri gatnagerð er ólokið getur RARIK krafist aukagjalds til að mæta viðbótarkostnaði sem af  hlýst. Sé heimtaug lögð að ósk notanda við óhagstæðar aðstæður, svo sem vegna frosts í jörðu eða aurbleytu, getur RARIK krafist aukagjalds fyrir viðbótarkostnaði sem af hlýst. Fyrir lagningu á strengjum í svæði með fullfrágengnu bundnu slitlagi getur RARIK krafist aukagjalds til að mæta viðbótarkostnaði sem af hlýst. Breyting á strenglögnum vegna skipulagsbreytinga eftir að uppbyggingu dreifikerfis er lokið skv. útgefnu skipulagi, greiðist af sveitarfélagi (greiðist ekki af RARIK).
 


 

2. Heimtaugar í dreifbýli

Til dreifbýlis teljast heimtaugar utan þéttbýlis og byggðakjarna sem fjallað er um í kafla 1.

 

 

2.1 Heimtaugar

 

Gjald fyrir heimtaug er háð stærð heimtaugar. Lágmarksstærð þriggja fasa heimtaugar er 35 A þriggja fasa. Málstraumur heimtaugar miðast við stærð stofnvara húsveitu. Ekki eru afgreiddar einfasa heimtaugar þar sem þriggja fasa kerfi er til staðar. Í Einfasa dreifikerfi eru afgreiddar einfasa heimtaugar sem breytast í þriggja fasa heimtaugar með sömu aflgetu þegar dreifikerfið verður þrífasað. Afhending á annarri spennu er samkvæmt samningi í hvert sinn.

 

RARIK gerir skriflegt tilboð um tengigjald fyrir einfasa heimtaugar stærri en 100 A sem og heimtaugar stærri en 800 A þriggja fasa. Gjald fyrir breytingar á heimtaugum, aðrar en um getur í verðskrá þessari og bráðabirgðaheimtaugar er samkvæmt skriflegu tilboði.

 

Einungis er afgreidd ein heimtaug í hvert hús samanber TTR 4.1.7 Þar sem heimtaug er 100 A eða minni er mælir settur í mælakassa utandyra. Húseigandi leggur til mælakassa sem uppfyllir kröfur um frágang og gerð á mynd M3 og M5 í TTR og skal rafverktaki annast uppsetningu og tengingu á kostnað húseiganda.

 

Heimtaugagjald miðast við að heimtaugarstrengur sé kominn inn í töflu / mælakassa. Lega heimtaugar frá lágspennudreifikerfi skal ákveðin í samráði við RARIK, en umsækjandi sér um gröft fyrir heimtaug innan sinna lóðarmarka, ásamt því að leggja 50 mm rör a.m.k. 20 m út frá húsi, og annast frágang í samræmi við Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar, TTR, grein 4.1.2.

 

Fari meðallengd lágspennudreifikerfis  og heimtauga, frá hverri spennistöð, yfir 200 m á hverja lóð kemur til greiðslu umframlengdargjalds samkvæmt gr. 2.4.

 

Í upphafi þurfa a.m.k. 5 heimtaugar að tengjast hverri spennistöð, sem sett er upp, til að ekki komi til greiðslu spennistöðvargjalds, sjá gr. 2.5. 

 

Ef lengd háspennudreifikerfis sem leggja þarf, fer yfir 100 m kemur til greiðslu  umframlengdargjalds, samkvæmt gr. 2.6 eða gr. 2.7, eftir því sem við á.

 

Viðbótarmælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum sem fleiri en einn nýtir, sjá gr.2.8.

 

Almennt verð heimtauga gildir í dreifbýli á nýbyggingarsvæðum þar sem dreifikerfið er lagt ásamt öðrum innviðum Verðin gilda ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði gatna og gangstíga. Verðin gilda ekki ef leggja þarf dreifikerfi áður en búið er að jarðvegsskipta í götum og gangstígum. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélags t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar við heimtaugargjaldið, allan kostnað við færslu eða breytingu lagna.

 

 

2.2 Tengigjöld í dreifbýli

 

Grunnverð:

 

Málmstraumur/gerð

 

Allar heimtaugar RARIK, þar sem kerfi RARIK er þriggja fasa eru afgreiddar þriggja fasa. Sama gjald er fyrir einfasa og þriggja fasa heimtaugar.

 

 35AHeimtaug358.000kr
 50AHeimtaug416.000kr
100AHeimtaug570.000kr
200AHeimtaug875.000kr
315AHeimtaug1.226.000kr
400AHeimtaug1.401.000kr
500AHeimtaug1.705.000kr
630AHeimtaug2.188.000kr
800AHeimtaug2.709.000kr

 

RARIK gerir skriflegt tilboð í heimtaugar stærri en 800 A. Gjald fyrir breytingar á heimtaugum, aðrar en um getur í verðskrá þessari er samkvæmt skriflegu tilboði eða kostnaði.

 

Önnur gjöld sem til greina koma eru:

 

a)  Umframlengdargjald lágspennu 2.900kr/m sjá gr. 2.4

b)  Spennistöðvargjald 554.000 kr. (ef heimtaugar eru færri en 5 í upphafi) sjá gr. 2.5

c)  Yfirlengdargjald háspennu að 2000 m 2.900 kr/m sjá gr. 2.6

d)  Yfirlengdargjald háspennu yfir 2000 m  sjá gr. 2.7

e)  Viðbótarmælir  36.000 kr. sjá gr. 2.8

f)   Bráðabirgðaheimtaug sjá grein 2.3

g)  Stækkun heimtaugar sjá gr. 2.9

h)  Endurkomugjald 26.000 kr.  sjá gr. 2.10

i)   Breyting á heimtaug sjá gr.  2.11

j)   Þrífösun heimtaugar og spennistöðvar sjá gr.  2.12

k)  Þrífösun háspennulagnar sjá gr.  2.13

l)   Endurtenging heimtaugar sjá gr.  2.14

m)  Aukakostnaður og frávik sjá gr. 2.15

 

Gjald fyrir aðalheimtaug er háð stærð heimtaugar. Málstraumur heimtaugar miðast við stærð stofnvara húsveitu. Almennt er um að ræða þrífasa heimtaugar, háð gerð fyrirliggjandi háspennudreifikerfis. Ef um er að ræða þriggja fasa dreifikerfi eru afgreiddar þriggja fasa heimtaugar.

 

 

2.3 Bráðabirgðaheimtaug

 

Grunnverð fyrir bráðabirgðaheimtaugar er eftirfarandi: 

Málstraumur/gerð

 

 50ABráðabirgðaheimtaug49.000kr
 100ABráðabirgðaheimtaug71.000kr
200ABráðabirgðaheimtaug 125.000kr
Strenglögn pr. metra8.000kr

 

Innifalið í grunngjaldi er kostnaður við uppsetningu mælis og spennusetningu veitunnar. Annar kostnaður við framkvæmd verks greiðist samkvæmt skriflegu tilboði, sem miðast við aðstæður hverju sinni. Sé bráðabirgðaheimtaug stærri en 200 A skal greiða allan kostnað samkvæmt skriflegu tilboði, þar með talið kostnað við mælingu. Bráðabirgðaheimtaugar skulu að jafnaði aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra. Með bráðabirgðaheimtaug er átt við heimtaug sem fjarlægð er að verki loknu og gjald fyrir hana dregst ekki frá gjaldi fyrir varanlega heimtaug.

 

 

2.4 Umframlengd lágspennu

 

Fari meðallengd strenglagna, er tengjast samtímis á spennistöð, yfir 200 m skal greiða umframlengdargjald.

 

Umframgjald fyrir hvern metra, á bilinu 200 m til 400 m, er 2.900 kr. Lágspennukerfi notanda skal ekki fara yfir 400 m. Umframlengdargjald er óháð spennustigi.

 

Nýtist lágspennukerfi, sem greitt hefur verið af yfirlengdargjald, nýjum notanda fyrir lok næsta almanaksárs eftir tengingu, endurgreiðir RARIK áður greitt yfirlengdargjald. RARIK afhendir að jafnaði ekki lengri heimtaugar en 100 m fyrir einstakan notanda á spennistöð.

 

 

2.5 Ný spennistöð

 

Sé í upphafi sett ný spennistöð fyrir færri en 5 heimtaugar, greiðist grunngjald spennistöðvar. Gjald þetta deilist á þann fjölda heimtauga sem tengjast í upphafi. Grunngjald spennistöðvar, einfasa eða þriggja fasa óháð stærð spennistöðvar, er 554.000 kr.

 

Gjald þetta kemur til viðbótar heimtaugargjaldi samkvæmt gr. 2.2 og er ekki endurgreitt, þrátt fyrir að aðrir notendur tengist inn á kerfið síðar.

 

Þurfi að setja spennistöð, skal leggja RARIK til land eða húsnæði fyrir spennistöðina, eftir því sem hagkvæmara þykir að mati RARIK. Þegar land er lagt til er það gert RARIK að kostnaðarlausu og hlíta ber skilmálum RARIK um stærð og staðsetningu landsins. Ef RARIK samþykkir að nýta húsnæði sem notandinn leggur til fyrir spennistöðina skal húsnæðisaðstaðan fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru um húsnæði til þessara nota, svo sem um brunahólf, og að öðru leyti fullnægja byggingareglugerð. Ganga skal frá skriflegum samningi um húsnæðið.

 

 

2.6 Ný háspennulögn til og með 2.000 m

 

Fyrir háspennulögn, til og með 2.000 m, greiðist hlutdeild í kostnaði háspennulagnar 2.900 kr/m. Gjald þetta deilist á þann fjölda heimtauga sem tengjast í upphafi og er ekki endurgreitt, þrátt fyrir að aðrar heimtaugar tengist inn á kerfið síðar.

 

Sé fyrirsjáanlegt, vegna aðstæðna, að kostnaður við lagningu verði meira en 50% hærri en ofangreint metraverð gefur til kynna, skal greiða þann áætlaða kostnað sem er umfram 50%.

 

 

2.7 Ný háspennulögn yfir 2000 m

 

Fyrir lagnir umfram 2.000 m greiðist samkvæmt tilboði. 

 

Hafi notandi greitt fyrir nýja háspennulögn samkvæmt tilboði skal eftirfarandi gilda, hafi ekki um annað verið samið sérstaklega:

 

Tengist aðrir notendur viðkomandi kerfi, innan 10 ára frá verklokum, skulu þeir  taka þátt í kostnaði og á þá sá sem upphaflega greiddi  rétt á endurgreiðslu frá RARIK. Kostnaði er þá jafnað á milli notenda miðað við afskrifað verð þannig að kostnaðarhlutdeild og endurkröfuréttur lækki árlega um 10% af framreiknuðu stofnverði, með vísitölu neysluverðs, og falla niður að 10 árum liðnum frá verklokum.

 

Fari háspennulögn til notanda yfir 2.000 m er RARIK heimilt að krefjast árlegs viðbótarfastagjalds fyrir dreifingu raforku. Upphæð gjaldsins sé samkvæmt samkomulagi hverju sinni þó að hámarki 3% af kostnaði við háspennulögn umfram 2.000 m.

 

 

2.8 Viðbótarmælar

 

Fyrir uppsetningu viðbótarmælis, fyrir aðra mælingu og/eða annan notanda á sömu heimtaug, greiðast 36.000 kr. fyrir hvern mæli. Viðbótarmælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum sem fleiri en einn nýtir. Þar sem notendur eru fleiri en 5 á sömu heimtaug  greiðist fullt gjald fyrir fyrstu 5 viðbótarmælana en hálft gjald fyrir mæla umfram 5 í sama verkinu. Viðbótarmæli er ekki heimilt að setja upp fyrir notkun utan lóðar heimtaugarhafa. Sjá kröfur varðandi viðbótarmæla í kafla 5 í TTR.

 

 

2.9 Stækkun heimtaugar

 

Þegar heimtaug er stækkuð skal greiða 36.000 kr. fast gjald og  auk þess fullt tengigjald fyrir hina nýju heimtaug að frádregnu 40% af fyrra tengigjaldi samkvæmt gildandi verðskrá. Þetta á þó ekki við smáheimtaugar, (sjá eldri verðskrár), en þær er ekki hægt að stækka. Þurfi að skipta um heimtaugarstreng vegna stækkunar heimtaugar skal umsækjandi sjá um jarðvinnu innan lóðar og sé fyrirliggjandi rör fyrir streng of grannt eða skemmt skal umsækjandi sjá um að endurnýja það á sinn kostnað.

 

 

2.10 Endurkomugjald

 

Þurfi að hverfa frá við tengingu heimtaugar vegna ófullnægjandi frágangs, eða koma aftur vegna færslu heimtaugar á endanlegan stað, greiðist endurkomugjald 26.000 kr.

 

 

2.11 Breyting á heimtaug

 

Breytingar á heimtaug að ósk notanda eru alfarið á hans kostnað. Sama gildir ef færa þarf mælakassa og heimtaug, sé mælakassi ekki lengur aðgengilegur utan dyra. Þegar heimtaug er breytt úr loftlínuheimtaug í jarðstrengsheimtaug sér notandi þó aðeins um jarðvinnu á eigin lóð auk mælakassa utanhúss þar sem heimtaug er 100A og minni. Þegar breytingar verða á heimtaugum 100A eða minni, skal setja upp mælakassa utanhúss og skal það gert í samræmi við TTR.

 

 

2.12 Þrífösun heimtaugar og spennistöðvar

 

Þrífösun heimtaugar, þar sem þrífasa kerfi er til staðar, er notanda að kostnaðarlausu, þó ber notanda að sjá um breytingar í eigin kerfi. Notanda ber að tryggja sem jafnast álag á fasa.

 

 

2.13 Þrífösun háspennulagnar

 

Sé þriggja fasa háspennulögn ekki fyrir hendi, en viðskiptavinur óskar eftir að flýta endurnýjun vegna þarfar fyrir þriggja fasa rafmagn, greiðir umsækjandi flýtikostnað sem nemur 30% af áætluðum framkvæmdakostnaði, enda rúmist framkvæmdin innan framkvæmdaáætlunar RARIK.

 

 

2.14 Endurtenging

 

Sé veitu lokað um lengri tíma en 6 mánuði verður heimtaug aftengd. Falli notkun um heimtaug niður í 5 ár, telst heimtaug aflögð og þarf að greiða fullt tengigjald samkvæmt verðskrá hefjist notkun að nýju. Fyrir endurtengingu allt að 18 mánuðum frá aftengingu greiðast  20% af keyptum heimtaugarrétti  fyrir endurtengingu allt að 36 mánuðum frá aftengingu greiðast 40% af keyptri heimtaugarrétti og fyrir endurtengingu allt að 5 árum greiðist 70% af keyptum heimtaugarrétti. Endurtenging heimtaugar á aðeins við um þá lóð þar sem heimtaugin var afgreidd á sínum tíma, en fylgir ekki húsinu við flutning. Við endurtengingu eftir 6 mánuði eða meira skal sækja um tengingu á sama hátt og um nýja heimtaug væri að ræða, gefa skal upp löggiltan rafverktaka og tenging framkvæmd eftir þjónustubeiðni frá honum.

 

 

2.15 Aukakostnaður og frávik

 

Sé heimtaug lögð að ósk notanda við óhagstæðar aðstæður, svo sem vegna frosts í jörðu eða aurbleytu, getur RARIK krafist aukagjalds fyrir viðbótarkostnaði sem af hlýst.

 

 

2.16 Eftirlit

 

Sveitarfélag, landeigandi eða félag sumarhúsaeiganda viðkomandi hverfis, eftir því sem við á, skal í samráði við RARIK tryggja heimild til lagningar dreifikerfis, hvort heldur er háspennukerfi, láspennukerfi eða annan nauðsynlegan búnað, sem og allan eðlilegan umgengisrétt til eftirlits, rekstrar og viðhalds kerfisins.

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar