ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Umsókn um heimæð frá hitaveitu RARIK í Hornafirði

Eftir góðan árangur í jarðhitaleit vinnur RARIK nú að tengingu hitaveitunnar á Höfn við jarðhitakerfið á Hoffelli/Miðfelli og með því opnast möguleiki á að allir íbúar á Höfn
tengist hitaveitunni.
  • Þeir sem núna eru tengdir veitunni þurfa ekki að fara í neinar aðgerðir.
  • Þeir sem ekki eru tengdir veitunni býðst að tengjast henni samhliða framkvæmdum RARIK við lagningu dreifikerfisins.
Undirbúningur þess er nú hafinn og mun RARIK í sumar hefja lagningu stofnæða í þær götur á Höfn sem ekki eru með hitaveitu nú þegar. Verkið verður boðið út og gert ráð fyrir að samhliða verði lagðar heimæðar í þau hús sem ekki eru með hitaveitu, en vilja tengjast henni. Til að undirbúa þetta sem best og til að nýta samlegðaráhrif af lagningu RARIK á stofnæðum í götum á Höfn er mikilvægt að RARIK viti hverjir hafi hug á að tengjast veitunni, áður en verkið er boðið út.

Sé sótt um tengingu fyrir 1. mars 2020 gildir eftirfarandi:
  • Verð fyrir tengingu 20 mm heimæðar í þéttbýli er 390.000 kr. + VSK.
  • Verð fyrir tengingu allt að 200 m langrar, 25 mm heimæðar í dreifbýli er
  • 1.200.000 kr. + VSK.
  • Fyrir hvern metra umfram 200 m í dreifbýli greiðist 5.000 kr. + VSK.
  • Innifalið í verði heimæðar er ein tengigrind skv. tengiskilmálum Samorku.
  • Fyrir stærri heimæðar í þéttbýli og dreifbýli greiðist skv. tilboði RARIK hverju sinni.
  • Stærðir miðast við stállögn eða sambærilega stærð í plastlögn heimæðar.
Þeir sem sækja um eftir 1. mars 2020 og vilja tengjast veitunni síðar munu þurfa að greiða samkvæmt tilboði RARIK hverju sinni.

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar eru að finna í stefnu RARIK um meðhöndlun persónuupplýsinga sem útskýrir hvernig RARIK safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina og starfsmanna.

Íbúðarhús
Sumarhús
Iðnaður
Landbúnaður/garðyrkja
Fiskiðnaður
Þjónusta
Opinber stofnun
Annað
Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik