ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Umhverfismál

RARIK leggur metnað sinn í að hafa umhverfisvernd ávallt til hliðsjónar við stefnumótun og framtíðarþróun fyrirtækisins, rekstur þess og framkvæmdir. Í umhverfisstefnu fyrirtækisins kemur meðal annars fram að markmið þess er að nýta orkuauðlindir landsins í þágu þjóðar og í sátt við umhverfið. Í starfsemi fyrirtækisins ber að taka tillit til hagkvæmrar notkunara aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar og til ábyrgrar förgunar á úrgangi. Þá skulu hönnun og framkvæmdir miða að því að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og lífríki þess.

Stefna RARIK í umhverfismálum

 

Stefnumið: Að fyrirtækið starfi í sem bestri sátt við umhverfi sitt.

 

 1. Verndun umhverfis og lífríkis er hagsmunamál allra. RARIK leggur metnað sinn í að umhverfisvernd verði ávallt höfð til hliðsjónar við stefnumótun og framtíðarþróun fyrirtækisins, rekstur og framkvæmdir. Markmið fyrirtækisins er að nýta orkuauðlindir landsins í þágu þjóðar og í sátt við umhverfið.

 2. Markvisst skal unnið að umbótum á stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum og starfsháttum, þar sem m.a. er tekið tillit til fenginnar reynslu, tækniþróunar, rannsókna, þarfa viðskiptavinarins og væntinga þjóðfélagsins.

 3. Stefnu RARIK í umhverfismálum skal miðlað til starfsmanna og þeir hvattir til að taka virkan þátt í umræðu og þróun stefnumótunar og markmiðssetningar fyrirtækisins.

 4. RARIK vill taka þátt í rannsóknum á hugsanlegum áhrifum á umhverfið frá hráefni, framleiðslu, vinnuferlum og úrgangi sem tengist starfsemi fyrirtækisins og hvernig megi draga úr sóun, mengun og spjöllum á vistkerfinu.

 5. Í starfsemi RARIK skal tekið tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar þar sem það á við og ábyrgrar förgunar á úrgangi.

 6. Verndun umhverfisins skal ávallt höfð í fyrirrúmi við hönnun og mat á framkvæmdum og þjónustu á vegum fyrirtækisins. Hönnun og framkvæmd skulu miða að því að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og lífríki þess.

 7. Ávallt skal haft samráð við þá sem framkvæmdir snerta og miðað að því að lágmarka jarðrask og ónæði á meðan á framkvæmd stendur. Að verki loknu skal frágangur vera til fyrirmyndar. Við alla vinnu, framkvæmdir og frágang eftir þær skal gæta þess að spilla ekki umhverfinu.

 8. RARIK mun ráðleggja, og þar sem það á við, fræða viðskiptavini og almenning um örugga notkun, dreifingu og meðhöndlun raforku.

 9. RARIK mun hvetja til og, þar sem það á við, krefjast umbóta til samræmis við stefnu fyrirtækisins hjá þeim verktökum sem vinna á vegum og/eða í nafni fyrirtækisins. Jafnframt mun RARIK hvetja verktaka og birgja til að taka upp eða sýna fram á ábyrga stefnu í umhverfismálum.

 10. RARIK vill miðla þekkingu sinni og reynslu á umhverfismálum innan orkuiðnaðarins og meðal almennings, stuðla að opinni umræðu um hvað megi betur fara og taka þátt í stefnumótandi vinnu sem lýtur að verndun umhverfis og lífríkis.

 11. Fyrirtækið mun meta árangur umhverfisstefnunnar og miðla upplýsingum til starfsmanna og viðeigandi aðila.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik