ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Launa- og jafnlaunastefna

Launastefna RARIK

Forstjóri ber ábyrgð á launastefnu RARIK. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Starfsmannastjóri RARIK er fulltrúi framkvæmdastjórnar varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85.

Launastefnu RARIK er ætlað að stuðla að því að fyrirtækið hafi á hverjum tíma yfir að skipa starfsfólki sem hefur viðeigandi hæfni og reynslu til að sinna verkefnum þess á árangursríkan hátt þannig að það uppfylli hlutverk sitt.

RARIK starfar í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þar með talið að greidd skulu sambærileg laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá fyrirtækinu. Starfsfólki eru veittir jafnir möguleikar til ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

 1. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem verkefnum og ábyrgð starfsins, þeirri hæfni sem starfsmaður þarf að hafa til þess að geta sinnt starfinu á árangursríkan hátt auk þeirrar menntunar og reynslu sem starf krefst.
 2. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við gildandi kjarasamninga og launastefnu RARIK, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
 3. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af forstjóra, framkvæmdastjórum og starfsmannastjóra. Starfsfólk ræðir við framkvæmdastjóra/deildastjóra og/eða starfsmannastjóra um endurskoðun launa. Starfsmannastjóri ber ábyrgð á því að samræmis sé gætt í launamálum ásamt lokaframkvæmd launabreytinga. Við ákvörðun um breytingar á launum er m.a. horft til verkefna, frammistöðu og ef orðið hafa verulegar breytingar á umfangi/ábyrgð starfs.
 4. Hjá RARIK eru til hlutverkalýsingar fyrir öll störf. Hlutverkalýsingar eru uppfærðar árlega samhliða starfsþróunarsamtölum og/eða í samræmi við breytingar sem verða á störfum s.s. vegna aukins umfangs/ábyrgðar.
 5. Launastefnan samræmist starfsmannastefnu RARIK.


Jafnlaunastefna og markmið RARIK

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu. RARIK greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Til að framfylgja jafnlaunastefnu skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur staðalsins og ákvarða hvernig kröfur hans verði uppfylltar.

Hjá RARIK hefur verið innleitt verklag og skilgreind viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni og öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Markmið RARIK er að hafa á hverjum tíma yfir að skipa starfsfólki sem hefur viðeigandi hæfni og reynslu til að sinna verkefnum þess á árangursríkan hátt þannig að það uppfylli markmið sín.


Til að ná því markmiði mun RARIK:

 • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum IST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
 • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
 • Bregðast við óútskýrðum launamuni með stöðugum umbótum og eftirliti. Ef um óútskýrðan mun hjá einstaklingi er að ræða skal bregðast við strax en ef um óútskýrðan mun er að ræða milli hópa skal leiðrétta það frá og með næstu áramótum.
 • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
 • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi hlítni við lög.
 • Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum RARIK og skal hún vera aðgengileg á innri vef. Stefnan skal einnig vera almenningi aðgengileg á ytri vef fyrirtækisins.

Jafnlaunakerfi

RARIK hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækisins.

Vottun á jafnlaunakerfi RARIK

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik