ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Ný hitaveita í Hornafirði

Á meðfylgjandi síðum er að finna fréttir og upplýsingar um hitaveituframkvæmdir á vegum RARIK í Hornafirði. Nýja hitaveitan byggir á heitu vatni sem fannst í landi Hoffells og leysir af hólmi fjarvarmaveitu á Höfn sem kynt hefur verið með rafmagni og olíu. Helstu verkþættir voru boðnir út 2019 en það var lagning 20 km stofnpípu frá Hoffelli til Hafnar og bygging tveggja dælustöðva og stjórnhúss.

Vinna við stofnpípulögnina hófst haustið 2019 og var hún tengd núverandi dreifikerfi á Höfn um miðjan desember 2020. Í fyrsta áfanga tengdust hitaveitunni um 2/3 hlutar húsa á Höfn sem áður tengdust fjarvarmaveitu RARIK.

Tafir urðu á fyrirhugaðri stækkun innanbæjarkerfisins á Höfn og lagningu heimæða í dreifbýli, því ekkert tilboð barst í þann verkhluta þegar tilboðsfrestur rann út í lok maí 2019. Verkið var boðið út aftur og voru tilboð opnuð um miðjan febrúar 2021. Stefnt er að því að stækkun dreifikerfisins verði lokið haustið 2021 og gefst þá notendum sem áður kyntu með rafmagni kostur á að tengjast hitaveitunni.
Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik