Rarik
Leit
Leit

Virkjunum tengdum dreifikerfi RARIK fjölgar ört

Virkjunum sem tengjast beint við dreifikerfi RARIK fjölgar ört. Í dag eru 34 slíkar virkjanir með samtals 46 MW afl. Á síðasta ári framleiddu þær 245 GWh samtals en það samsvarar liðlega 20% af allri orkudreifingu RARIK.

Nokkur hluti orkuvinnslu þeirra rennur þó til baka til flutningskerfisins þegar svo háttar að vinnsla virkjana er meiri heldur en nemur notkun á því dreifiveitusvæði sem þær tengjast. Um 80% af orkuvinnslu þeirra fór á síðasta ári beint til dreifingar í dreifikerfinu en umframgetan skilaði sér inn á flutningskerfið til dreifingar annars staðar á landinu.

 

Síðasta virkjunin sem tengd var við dreifikerfi RARIK er Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells og er í eigu Ferðaþjónustu Húsafells ehf. Er hún 1.107 kW að málafli og með áætlaðri 8 GWh orkuvinnslu og hóf rekstur þann 6. mars sl.

 

Í undirbúningi er bygging fleiri virkjana og má búast við því að virkjunum tengdum dreifikerfinu fjölgi enn frekar á næstu árum.

Málafl virkjana í MW sem tengdar eru dreifikerfi RARIK
Uppruni orku sem flæðir inn í dreifikerfi RARIK

Tengdar virkjanir í júní 2018

Virkjun tengd dreifikerfi RARIK Tengiár Afl (kW)
Bjarnarflag Fyrir 1980 2.500
Grimsárvirkjun Fyrir 1980 2.800
Rjúkandavirkjun Fyrir 1980 1.680
Skeiðsfossvirkjun I Fyrir 1980 3.200
Skeiðsfossvirkjun II Fyrir 1980 1.600
Smyrlabjargarárvirkjun Fyrir 1980 1.000
Sleitustaðavirkjun 1985 218
Koltunguvirkjun (Þorvaldseyri) 2001 17
Rollulækjarvirkjun (Króksmenn) 2001 55
Beinárvirkjun (Hótel Geysir 2003 65
Kerahnjúkavirkjun 2003 370
Sandárvirkjun IV 2003 245
Kiðárvirkjun I 2004 150
Kiðárvirkjun II 2004 400
Stuttárvirkjun 2004 13
Árteigsvirkjun 4 2005 500
Múlavirkjun 2005 3.100
Sandárvirkjun V 2005 456
Lindavirkjun 2006 638
Systragilsvirkjun 2006 108
Ljósárvirkjun 2007 980
Selárvirkjun 2007 170
Bjólfsvirkjun 2008 6.400
Gúlsvirkjun 2009 3.400
Árteigsvirkjun 5 2009 715
Belgsholt 2011 30
Rangárvirkjun 2012 160
Köldukvíslarvirkjun 2013 2.790
Bugavirkjun 2014 45
Vindorkugarður við Þykkvabæ 2014 600
Mosvallavirkjum 2015 896
Gönguskarðsárvirkjun 2015 1.624
Andakílsárvirkjun 2017 8.000
Urðarfellsvirkjun 2018 1.107
Samtals 46.032

 

Stærstu virkjanir landsins eru tengdar Landsneti, en fjöldi einkavirkjana og smærri virkjanir RARIK og Orkusölunnar eru tengdar dreifikerfi RARIK beint.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik