Fellivalmynd
Rarik
Leit
Leit

Verulegar hækkanir til garðyrkjulýsingar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur talsverð hækkun orðið á flutnings- og dreifikostnaði viðskiptavina í garðyrkjulýsinu á þessu ári. Hækkunin er einkum tilkomin vegna hlutfallslega lægri niðurgreiðslna ríkisins, sem m.a. stafar af aukningu í garðyrkjulýsingu á árunum 2017 og 2018, án þess að hækkun hafi orðið á fjárlagaliðnum til niðurgreiðslnanna.

Á undanförnum árum hefur þessi kostnaður verið niðurgreiddur af ríkinu um nálægt 90% og jafnað hefur verið milli þéttbýlis og dreifbýlis.

 

Ástæður hækkunar til garðyrkjulýsingar á þessu ári eru í meginatriðum þríþættar:

  1. RARIK hækkaði gjaldskrá sína 1. janúar 2018 um 0,15 kr/kWh í þéttbýli, eða að meðaltali um 2,7% og um 0,61 kr/kWh í dreifbýli, eða að meðaltali um 6%.
  2. Dreifbýlisniðurgreiðslur ríkisins til allra viðskiptavina RARIK í dreifbýli lækkuðu 1. apríl 2018 úr 2,15 kr/kWh í 1,80 kr/kWh.
  3. Niðurgreiðsluhlutfall ríkisins til garðyrkjulýsingar lækkaði á þessu ári úr 85,7 % í þéttbýli í 64,8 % og úr 90,8% í dreifbýli í 78,2 %.

Frá árinu 2011 hefur hlutfall niðurgreiðslna verið hærra í dreifbýli en þéttbýli og þess að jafnaði verið gætt að eftir niðurgreiðslu væri það verð sem viðskiptavinir greiddu að meðaltali nánast það sama í þéttbýli og dreifbýli.

 

Miðað við núgildandi verðskrá og niðurgreiðslur, þá er meðal flutnings- og dreifigjald til gróðurhúsa eftir niðurgreiðslur, en með verðjöfnunargjaldi nú 1,87 kr/kWh í þéttbýli en 1,91 kr/kWh í dreifbýli.

 

Til samanburðar var meðal flutnings- og dreifigjald á árinu 2017 til gróðurhúsa 0,95 kr/kWh í þéttbýli og 0,97 kr/kWh í dreifbýli. Sjá nánar í frétt frá 4. maí 2018 um meðalverð frá 2017 fyrir þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar:

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik