ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Umfangsmiklar aðgerðir áformaðar á Kópaskerslínu á næstu vikum

Varaaflstöðvar munu sjá Norðausturhorninu fyrir rafmagni á meðan unnið verður við línuna, en búast má við einhverjum truflunum.

Skemmdir eftir eldingaveður 30. júní 2017
Skemmdir eftir eldingaveður 30. júní 2017

Á næstu vikum verða óvenju margar aðgerðir á Kópaskerslínu Landsnets sem sér um afhendingu rafmagns frá landskerfinu inn á norðausturhornið frá Kelduhverfi að Bakkafirði.

 

Dagana 15. til 17. ágúst fer fram fullnaðarviðgerð á línunni eftir eldingaveður þann 30. júní. Alls skemmdust 14 stæður í línunni en gert var við þá stæðu sem mest skemmdist aðfaranótt 7. júlí. Ekki er talið óhætt að bíða með viðgerðir fram í september enda getur þá verið allra veðra von eins og íbúar á norðausturhorninu þekkja mæta vel.

 

Í byrjun september þarf að fara í aðgerðir til að undirbúa línuna fyrir varanlega tengingu hennar við kerfið á Þeistarreykjum. Eftir að þeim aðgerðum líkur verður línan tengd við byggðarlínuhringinn frá Kröfluvirkjun, auk eldri tengingar við Akureyri í gegnum Laxárvirkjun. Mun það auka afhendingaröryggi á norðausturhorninu verulega, enda er línan á milli Akureyrar og Laxárvirkjunar komin vel til ára sinna.

 

Að lokum þarf að taka rafmagn af Kópaskerslínu þegar línurnar á milli Þeistarreykja og Bakka verða strengdar yfir Kópaskerslínu. Er sú aðgerð áætluð um miðjan september. Reynt verður að sameina þá vinnu við tengingu Kópaskerslínu við Þeistarreyki ef möglegt er.

 

Á meðan þessum aðgerðum stendur mun RARIK keyra varaaflstöðvar á Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði, auk þess sem færanlegar stöðvar verða staðsettar í Lindarbrekku og á Kópaskeri. Varaafl verður einnig aukið á Raufarhöfn og Þórshöfn og verða því samtals fjórar færanlegar vélar staðsettar á svæðinu. Því má búast við hvin frá rafstöðvunum og færanlegu varaaflsvélunum þessa daga, auk þess sem rafmagn kann að verða óstöðugra.

 

Á meðan unnið er í þessum aðgerðum þarf að taka rafmagn af í örstuttan tíma í lok dags í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Sléttu og mögulega hluta Kópaskers á meðan fært verður frá varaafli yfir á netið. Tilkynningar verða sendar til notenda þar sem það á við.

 

Landsnet og RARIK vona að íbúar á svæðinu sýni þeim óþægindum sem af þessum aðgerðum leiða skilning.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar