ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Tryggingarfélag Landsnets mun annast afgreiðslu bótakrafna vegna truflunar á flutningskerfinu þann 17. maí. sl.

Þann 17. maí sl. urðu truflanir í flutningskerfi Landsnets sem ollu alvarlegum spennusveiflum í raforkukerfinu. Fór spenna í flutningskerfinu út fyrir viðmiðunarmörk Suðaustur- og Austurlandi, sem skilaði sér út í dreifikerfið og í mörgum tilfellum alla leið til viðskiptavina. Olli þetta víða tjóni á raftækjum hjá notendum. Af þessari ástæðu mun Sjóvá, tryggingafélag Landsnets, annast alla frekari afgreiðslu málsins, þ.m.t. mat og afgreiðslu bótakrafna.

 

Tjón skulu þó eftir sem áður tilkynnt til RARIK sem mun taka við öllum tjónstilkynningum notenda á sínu dreifisvæði og koma þeim rétta boðleið. Til að greiða fyrir afgreiðslu málsins er mikilvægt að fylla út eyðublaðið „kvörtun vegna spennugæða“ hér á vefsíðu RARIK og gera góða grein fyrir því tjóni sem varð. Gögn til að staðfesta tjónskostnað og mat fagaðila, t.d. rafvirkja, eða verkstæðis, má hengja við tilkynninguna ellegar senda síðar með tölvupósti til kjaarn@rarik.is ásamt nafni og notkunarstað tjónþola.

 

Kvörtun vegna spennugæða

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik