ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Truflun á Húsavík og nærsveitum

Uppfært 04.06.2019:

 

Um kl. 01:20 aðfaranótt laugardagsins náðist að tengja varaspenna fyrir Laxársvæðið og var Dieselkeyrslu hætt í kjölfarið. Beðið var með að spennusetja 33kV línu til Húsavíkur og var Húsavík því rekin áfram frá Bakka um nóttina. Um kl. 12:00 á sunnudag var álag á Húsavík flutt á Húsavíkurlínu og kerfið þá rekið að mestu á eðlilegan hátt.

 

Spennirinn sem bilaði, var í gær mánudaginn 3. júní, fluttur til Reykjavíkur til skoðunar og viðgerðar en búast má við að kerfið verði rekið með varaspennum næstu vikur og mánuði.

 

 

Fyrst birt á vef 31.05.2019:

 

Klukkan 04:40 í nótt leysti út í aðveitustöðinni Laxá og varð straumlaust í suður-Þingeyjarsýslu, þ.m.t. á Húsavík. Straumleysið má rekja til bilunar í spenni 4 í Laxá sem er í eigu Landsnets. Mjög fljótlega var farið að vinna í að virkja varatengingar inn á svæðið. Rétt fyrir klukkan 9 í morgun voru allir á Húsavík komnir með rafmagn og farið var í að koma á rafmagni til nærsveita. Um kl. 10 fór rafmagnið aftur af öllu svæðinu en um klukkan 10:45 voru allir almennir notendur RARIK komnir með rafmagn. Unnið verður að viðgerðum á næstu sólarhringum og má búast við einhverjum truflunum vegna þessa. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur okkar viðskiptavinum.

Færanleg varaalfsstöð
Færanlegar varaaflsstöðvar voru fluttar að Hveravöllum í Reykjahverfi.
Færanleg varaalfsstöð
Færanlegar varaaflsstöðvar voru fluttar að Hveravöllum í Reykjahverfi.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik