ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Truflanir í raforkukerfinu 9.1.2021

Hér birtast fréttir af stöðu dreifikerfis rafmagns eftir því sem tilefni verða til vegna óveðurs sem gengur yfir norður-, austur- og suðausturhluta landsins 9. janúar 2021.

Staðan kl. 18:40:

Veðrið er ekki alveg gengið niður, töluverður vindur er og selta í loftinu víða á því svæði sem hefur verið útsett í dag.

  • Norðurland:
    Tveir viðskiptavinir eru án rafmagns á Melrakkasléttu. Selta er orsökin og hún getur valdið frekari truflunum í kvöld og nótt á þessu svæði.
  • Austurland:
    Sunnanverður Fáskrúðsfjörður er enn rafmagnslaus. Selta virðist vera orsök og tilraunir til að koma línunni inn hafa ekki enn borið árangur. Rafmagnslaust er á Dalatangalínu og líklega er selta einnig orsök truflunarinnar þar. Mikil áraun er á hitaveituna á Seyðisfirði, m.a. sem afleiðing af tjóni sem varð á kerfinu í skriðunni sem féll á bæinn í desember. Fólk er beðið um að spara vatn.
  • Suðurland:
    Kerfi RARIK er komið í eðlilegan rekstur eftir truflun dagsins í flutningskerfi Landsnets.

Þessi frétt verður ekki uppfærð frekar og vísum við lesendum á upplýsingar í kortasjá RARIK.

Staðan kl. 14:13

  • Norðurland:
    Enn er rafmagnslaust frá Leirhöfn að Blikalóni. Einnig er rafmagnslaust frá Kópaskeri að Nýhöfn. Mikil selta er á svæðinu.
  • Austurland:
    Sunnanverður Fáskrúðsfjörður er enn rafmagnslaus, en aðstæður eru erfiðar á staðnum.
  • Suðurland:
    Rafmagn er komið á Krikjubæjarklaustur og nágrenni. Einhverjar truflanir geta orðið á svæðinu í tengslum við endanlegar viðgerðir.

Staðan kl. 14:00

  • Norðurland:
    Óbreytt staða, s.s. rafmagnslaust er frá Leirhöfn að Blikalóni. Um leið og veður leyfir verður farið í viðgerðir.
  • Austurland:
    Sunnanverður Fáskrúðsfjörður er enn rafmagnslaus, en aðstæður eru erfiðar á staðnum.
  • Suðurland:
    Rafmagn er komið á Krikjubæjarklaustur og nágrenni. Einhverjar truflanir geta orðið á svæðinu í tengslum við endanlegar viðgerðir.

Staðan kl. 11:00:

  • Norðurland:
    Rafmagnslaust er frá Leirhöfn að Blikalóni. Um leið og veður leyfir verður farið í viðgerðir.
  • Austurland:
    Tvær truflanir hafa orðið í kerfi RARIK á Austurlandi vegna þessa. Stutt rafmagnsleysi varð í Breiðdal snemma í morgun vegna bilunar milli Breiðdalsvíkur og Teigarhorns í Berufirði. Hægt var að koma rafmagni á eftir varaleið. Sunnanverður Fáskrúðsfjörður er rafmagnslaus og verið að leita að bilun en aðstæður eru erfiðar á staðnum. Dælustöðvar hitaveitunnar á Höfn við Hoffell fór út í kjölfar spennusveiflna í kerfinu þegar flutningslína Landsnets, Prestbakkalína 1 leysti út rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta hafði áhrif á heitavatnsafhendinguna á Höfn en kerfið er að komast í eðlilegt ástand.
  • Suðurland:
    Tvær flutningslínur í kerfi Landsnets sem sjá svæðinu í kringum Kirkjubæjarklaustur fyrir rafmagni eru úti. Þetta eru Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1. Rafmagnslaust varð því í stærstum hluta Skaftárhrepps, m.a. á Kirkjubæjarklaustri, Meðallandi og Síðu. Unnið er við að koma varaafli og vonast til að það takist fljótlega svo hægt sé að koma á rafmagni til sem flestra. Búast má þó við einhverjum skömmtunum á raforkuafhendingu þar í dag.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik