ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Tap RARIK 7,2 milljarðar

Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2008 var 979 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir samstæðunnar. Rekstarafkoman var nokkuð betri en 2007 sem rekja má fyrst og fremst til aukinnar eigin raforkuframleiðslu.

 

Rekstrartekjur hækkuðu um tæp 5,3% frá árinu 2007 en rekstrargjöld lækkuðu um 1,4% og var regluleg starfsemi fyrirtækisins í samræmi við áætlanir.

 

Fjármagnsgjöld á árinu 2008 voru 5.645 milljónir króna sem að stærstum hluta má rekja til veikingar krónunnar, hárra vaxta á skammtímalánum og þrenginga á lánsfjármarkaði. Frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst og hefur staða erlendra lána gengið að nokkru til baka og lækkað um rúmar 1.000 milljónir króna.

 

Áhrif hlutdeildarfélags á rekstur voru neikvæð um 2.877 milljónir króna, sem skýrist einkum af fjármagnskostnaði.

 

Samkvæmt rekstrarreikningi var tap á árinu 7.232 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 1.884 milljónir króna eða 24% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 1.150 milljónir króna.

 

Ákveðið var á árinu 2008 að nýta heimildir alþjóðlegra reikningsskilastaðla til þess að endurmeta rekstrarfjármuni dreifiveitunnar og leiddi endurmatið til hækkunar á eigin fé um 3.018 milljónir króna. Landsnet sem er hlutdeildarfélag RARIK nýtti sér einnig heimild í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum um að færa upp varanlega rekstrarfjármuni. Áhrif þess endurmats er að eigið fé RARIK, að teknu tilliti til hlutdeildar í tapi Landsnets, hækkar um 515 milljónir króna.

 

Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir RARIK 31.923 milljónir króna, heildarskuldir námu 17.982 milljónum króna en eigið fé var 13.942 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 43,7%.

 

Ársreikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2009 eru traustar, en afkoman á næstu tímabilum ræðst hins vegar að verulegu leyti af stöðu gengis krónunnar og verðlagsþróun. Gengi krónunnar hefur styrkst það sem af er ári og vextir erlendra lána hafa lækkað verulega og má gera ráð fyrir að sú lækkun haldist a.m.k. út árið. Gert er ráð fyrir samdrætti í orkusölu og fjárfestingum í dreifikerfum. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að draga úr rekstrarkostnaði og gjaldskrár verið hækkaðar til samræmis við verðlag. Með þessum aðgerðum er reiknað með að ekki komi til tapreksturs á árinu 2009.

 

Í byrjun marsmánaðar 2009 var lokið við innlent skuldabréfaútboð vegna fjármögnunar þessa árs. Fjárhæð útboðsins var 4.000 milljónir. Þar með hefur skapast svigrúm til eflingar starfseminnar í samræmi við stefnumótun stjórnar félagsins.

 

Ársreikningur RARIK 2008 var samþykktur á fundi stjórnar þann 6. mars 2009 kl. 16:30 og stjórn heimilaði birtingu hans við opnun Kauphallar þann 9. mars 2009.

Ársreikningur 2008

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik