Rarik
Leit
Leit

Sveitarfélög taki yfir rekstur götulýsingarkerfa

Þann 1. júlí 2016 undirrituðu fulltrúar RARIK og Vegagerðarinnar samning um afhendingu götulýsingarkerfa frá RARIK til Vegagerðarinnar, til eignar og reksturs. Um er að ræða götulýsingarkerfi á orkuveitusvæði RARIK á þeim þjóðvegum sem Vegagerðin er veghaldari á. Fara þurfti í verulegar aðgerðir til að aðgreina götulýsingu Vegagerðarinnar frá götulýsingu sveitarfélaga. Þeim aðgerðum lauk í desember s.l. með formlegri afhendingu til Vegagerðarinnar.

 

Uppsetning og rekstur götuljósa var eitt sinn hluti af reglulegri starfsemi dreifiveitna en skv. raforkulögum nr. 65/2003 fellur götulýsing hvorki undir einkaleyfisstarfsemi dreififyrirtækja né kemur inn í tekjuheimildir þeirra. Æskilegt er að þeir sem bera ábyrgð á vegakerfinu taki yfir eignarhald og rekstur þess götulýsingarkerfis sem er á þeirra ábyrgð.

 

Næstu skref eru því að fara í viðræður við sveitarfélög á orkuveitusvæði RARIK um að þau taki yfir eignarhald og rekstur á þeim götulýsingarkerfum sem eru í viðkomandi sveitarfélagi, en fram til þessa hafa þau verið bókfærð hjá dreifiveitunni, en sveitarfélögin og Vegagerðin greitt stofnkostnað og rekstur þeirra.

Mynd frá Fáskrúðsfirði
Fáskrúðsfjörður á fyrsta degi ársins 2018

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik