ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Strenglagnir á Norðurlandi í fullum gangi

Í sumar hefur verið unnið af krafti við jarðstrenglagnir á vegum RARIK víða um land og hafa eldri loftlínur verið teknar úr notkun í kjölfarið. Í gær, fimmtudaginn 10. september, var nýr strengur á Tjörnesi tengdur og fluttist þá stór hluti notenda á svæðinu af loftlínu yfir á streng. Á næstu dögum verður lokið við að tengja alla notendur á Tjörnesi við strenginn og er stefnt að því að aftengja loftlínuna í næstu viku. Þá var Melrakkaslétta tengd í tveimur áföngum um mánaðamót ágúst - september og er þá búið að tengja alla notendur á sléttunni við jarðstreng. 

Í byrjun september var tengdur jarðstrengur á vestanverðu Vatnsnesi norðan Hvammstanga. Unnið er að því að flytja notendur yfir á strenginn og er gert ráð fyrir að því ljúki í vikunni, 21. til 25. september. Þessa dagana er unnið að því að leggja streng í Vestur-Hópi við austanvert Vatnsnes og verður hann tengdur í október. Vinnu við strenglögn á Svalbarðsströnd gengur ágætlega og er stefnt að því að tengja hann í lok mánaðarins. Að því loknu hefst vinna við lagningu 8 km strengs í vestanverðan Hörgárdal og er miðað við að hægt verði að tengja hann í október en það gæti þó dregist fram í nóvember ef veður hamlar. Búið er að leggja streng í Hörgárdal að austan og var hann tengdur um miðjan ágúst síðastliðinn.

 

Lokið var við að tengja notendur í austanverðum Svarfaðardal við jarðstreng þann 20. ágúst ef undan er skilinn 1,4 km bútur þar sem loftlínan var hvað verst á sig komin. Strengurinn var tengdur við kerfið í byrjun september, en. gert er ráð fyrir að ljúka vinnu við hann í næstu viku.

Strenglögn í Vesturhópi
Strenglögn í Vesturhópi.
Strenglögn við Vesturhópsvatn
Strenglögn við Vesturhópsvatn.
Strenglögn á Tjörnesi og þverun ár við Kvíslarhól
Strenglögn á Tjörnesi og þverun ár við Kvíslarhól.
Strenglögn í Svarfaðardal
Strenglögn í Svarfaðardal.
Rafmagnskefli í Vesturhópi
Rafmagnskefli í Vesturhópi.
Háspennujarðstrengur plægður í jörð
Háspennujarðstrengur plægður í jörð.
Copy of Undirbúningur fyrir strenglögn í Vatnsnesi norðan við Hvammstanga
Undirbúningur fyrir strenglögn í Vatnsnesi norðan við Hvammstanga.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik