ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Straumi hleypt á jarðstreng yfir Reynisfjall

Í þessari viku var hleypt straumi á nýjan 13 km jarðstreng sem lagður var í sumar og liggur frá Klifanda austan við Pétursey yfir Reynisfjall og að aðveitustöð RARIK í Vík Í Mýrdal.

Nær samfelldur 33 kV rafstrengur er því nú frá Rimakoti á Landeyjasandi og að Vík og er heildarlengd strengsins um 64 km. Strengurinn hefur verið lagður í áföngum á liðnum árum og kemur hann í stað eldri loftlína. Undanfarin ár hafa flestar bilanir á þessu svæði orðið á línunni yfir Reynisfjall og oftar en ekki hafa aðstæður til viðgerða verið mjög erfiðar vegna veðurs og ísingar. Enn er þó um 1 km loftlína yfir Markarfljót vegna þess hve erfitt er að tryggja legu strengsins í fljótinu. Sá hluti er sérstaklega styrktur og stóð af sér flóð í Markarfljóti sem varð í kjölfar eldsumbrota í Eyjafjallajökli.

 

Að lokinni þessari framkvæmd er allt dreifikerfið í Mýrdal, bæði 19 kV og 33 kV komið í jarðstrengi. Með stærri vararafstöð í Vík sem væntanleg er með vorinu og jarðstrengslögn frá Álftaveri í Hrífunes og þar með tengingu til Kirkjubæjarklausturs eykst afhendingaröryggi raforku til muna í Vík og í Mýrdal.

 

Núverandi loftlína frá Klifanda að Vík sem reist var árið 1982 og línan yfir Reynisfjall sem reist var árið 1963, verða fjarlægðar með vorinu.

Unnið að jarðstrenglögn niður Reynisfjall síðastliðið sumar
Unnið að jarðstrenglögn niður Reynisfjall síðastliðið sumar. Loftlínan verður fjarlægð með vorinu.
Brotinn staur í Mýrdal
Hér má sjá seinustu bilun sem varð í Mýrdal 3. mars 2019. Ástæðan var eins og svo oft áður ísing á loftlínunum.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik