Rarik
Leit
Leit

Stjórnarferð RARIK um Suðurland

Stjórn RARIK fór í sína árlegu ferð um dreifiveitusvæði RARIK til að ræða við sveitarstjórnir og heimsækja starfsstöðvar fyrirtækisins. Þetta er mikilvægur þáttur í því að kynna starfsemi RARIK gagnvart sveitarfélögunum, heyra hvað á þeim brennur, svara spurningum og koma á góðum skoðanaskiptum um stöðu dreifikerfisins. Að þessu sinni var Suðurland heimsótt dagana 30. og 31. ágúst sl.

Fyrri daginn var starfsstöð RARIK á Selfossi heimsótt. Í framhaldinu var fundað á Flúðum með fulltrúum sveitarstjórna Bláskógarbyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þá var farið í kynningar- og skoðunarferð um tómataræktina í Friðheimum og garðyrkjustöðina Espiflöt þar sem stunduð er umfangsmikil blómaræktun. Sama dag var fundað með fulltrúum sveitarstjórna Ásahrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra á Hellu og síðan var starfsstöð RARIK á Hvolsvelli heimsótt.


Seinni daginn, að loknum stjórnarfundi á Kirkjubæjarklaustri þar sem m.a. var afgreiddur árshlutareikningur RARIK, var fundað í Vík með fulltrúum sveitarstjórnarmanna Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Loks var haldið á Selfoss og fundað með sveitarstjórnarmönnum Árborgar, Flóahrepps, Hveragerðisbæjar og Ölfus.


Þessi hefð að stjórn RARIK heimsæki a.m.k. einn landshluta á dreifiveitusvæði fyrirtækisins árlega er mikilvæg að mati fyrirtækisins og vel tekið af sveitarstjórnum.

Stjórn RARIK fundar á Flúðum 2018
Fyrri daginn var fundað á Flúðum.
Friðheimar
Knútur Rafn Ármann í Friðheimum tók á móti stjórn RARIK og bauð upp á kynningar- og skoðunarferð um tómataræktina.
Espiflöt
Axel Sæland tók á móti stjórn RARIK í heimsókn þeirra í garðyrkjustöðina Espiflöt þar sem stunduð er umfangsmikil blómaræktun.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik