ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Staða truflana vegna óveðurs 7.-10. janúar

Hér að neðan birtast fréttir af stöðu dreifikerfisins eftir því sem tilefni verða til vegna óveðurs 7.-10. janúar 2020. Auk þess upplýsum við um stöðu mála á tilkynningasíðu og á kortasjá.

Uppfært 13.01.2020 - kl. 10:00:

  • RARIK aflýsti hættuástandi á miðnætti á föstudaginn 10. janúar s.l. og neyðarstjórn lauk störfum. Við erum þó alltaf á vaktinni og fylgjumst vel með veðurspám.

Staðan 10.01.2020 - kl. 19:35:

  • Mikil selta hefur verið sérstaklega á Suðurlandi og Vesturlandi en einnig eitthvað á Norðurlandi og er aukin hætta á rafmagnstruflunum í kvöld vegna þess.
  • Á Vesturlandi var bilun á Laugargerðislínu ofan við Söðulholt. Allir eru komnir með rafmagn.
  • Á Norðurlandi leysti aðveitustöð á Dalvík út kl. 15:32. Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður, Grenivík, Hofsós og nærsveitir urðu rafmagnslaus. Allir eru komnir með rafmagn aftur og viðgerðum í Svarfaðardal er lokið.

Staðan 10.01.2020 - kl. 17:50:

  • Mikil selta hefur verið, sérstaklega á Suðurlandi og Vesturlandi en einnig eitthvað á Norðurlandi og er aukin hætta á rafmagnstruflunum í dag og kvöld vegna þess.
  • Á Suðurlandi var rafmagnslaust í Þorlákshöfn og nágrenni í nokkrar mínútur þegar útleysing varð á línu Landsnets í nótt. Einnig varð truflun í hluta Skeiða- og Gnúpverjahrepps nú seinni partinn. Allir eru komnir með rafmagn aftur.
  • Á Vesturlandi er bilun á Laugargerðislínu ofan við Söðulholt. Verið er að leita af bilun.
  • Á Norðurlandi leysti aðveitustöð á Dalvík út kl. 15:32. Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður, Grenivík og nærsveitir urðu rafmagnslaus. Allir eru komnir með rafmagn aftur, en taka þarf Svarfaðardalinn út aftur til að gera við bilaðan eldingavara. Einnig er vitað um truflun á Vatnsnesi og er vakt á leiðinni á staðinn.

Staðan 10.01.2020 - kl. 11:20:

  • Á Suðurlandi var rafmagnslaust í Þorlákshöfn og nágrenni í nokkrar mínútur þegar útleysing varð á línu Landsnets. Mikil selta er á Suðurlandi og mikil hætta á rafmagnstruflunum í dag.
  • Á Vesturlandi er mikil selta og hætta á rafmagnstruflunum vegna þess í dag.
  • Á Norðurlandi var rafmagnstruflun í Hrútafirði í nótt, líklega vegna seltu.

Staðan 09.01.2020 - kl. 07:20:

  • Á Vesturlandi var nokkuð um truflanir vegna seltu í nótt, í Þverárhlíð, Norðurárdal og á Fellsströnd. Allir eru með rafmagn eins og er.

Staðan 08.01.2020 - kl. 22:00:

  • Á Vesturlandi er aftur farið að bera á truflunum. Rafmagnslaust er í Norðurárdal fyrir ofan Klettstíu. Bilanaleit er í gangi, en aðstæður eru erfiðar. Það er farið að bera verulega á seltu og hafa álmur í Þverárlínu verið að leysa út. Við eigum von á áframhaldandi truflunum í kvöld og nótt á þessu svæði.
  • Á Austurlandi eru allir komnir með rafmagn í Norðfjarðarsveit nema einn sumarbústaður.

Staðan 08.01.2020 - kl. 16:00:

  • Á Vesturlandi hefur verið nokkuð um truflanir í Borgarfirði og stuttar truflanir urðu í Búðardal og nágrenni. Allir eiga að vera komnir með rafmagn á ný.
  • Á Suðausturlandi var truflun í Suðursveit og Öræfum. Allir eru komnir með rafmagn á ný.
  • Á Austurlandi var truflun í Norðfjarðarsveit. Unnið er við bilanaleit.
  • Á Norðurlandi var truflun í Hörgársveit. Allir nema þrír sumarbústaðir eru komnir með rafmagn og verður varaafl keyrt fyrir þá.
  • Á Suðurlandi var truflun í Reynishverfi í Mýrdal vegna seltu. Allir eru komnir með rafmagn á ný.

Staðan 08.01.2020 - kl. 14:15:

  • Nokkrar truflanir hafa orðið í dreifikerfi RARIK síðan óveðrið skall á í gær 7. janúar 2020:
  • Á Vesturlandi hefur verið nokkuð um truflanir í Borgarfirði og stuttar truflanir urðu í Búðardal og nágrenni. Allir eiga að vera komnir með rafmagn á ný.
  • Á Suðausturlandi var truflun í Suðursveit og Öræfum. Allir eru komnir með rafmagn á ný.
  • Á Austurlandi var truflun í Norðfjarðarsveit. Unnið er við bilanaleit.
  • Á Norðurlandi var truflun í Hörgársveit. Allir nema þrír sumarbústaðir eru komnir með rafmagn og verður varaafl keyrt fyrir þá.

Staðan 08.01.2020 - kl. 11:40:

  • Nokkrar truflanir hafa orðið í dreifikerfi RARIK síðan óveðrið skall á í gær 7. janúar 2020:
  • Á Vesturlandi hafa verið nokkrar truflanir í Borgarfirði og stuttar truflanir urðu í Búðardal og nágrenni. Rafmagnstruflanir eru á Norðurárdalslínu. Rafmagnslaust er frá Vatnshömrum að Varmalandi, búið er að skipta um brotinn einangra og verið er að spennusetja línuna.
  • Einnig er er rafmagnslaust við Hreðavatn, en bilun er á línunni og ekki hefur verið hægt að fara í bilanleit sökum óveður og ófærðar. Þá er einnig rafmagnslaust frá Klettstíu að Sveinatungu í Norðurárdal.
  • Á Suðausturlandi var truflun í Suðursveit og Öræfum. Allir eru komnir með rafmagn á ný.
  • Á Norðurlandi var truflun í Hörgársveit. Allir nema þrír sumarbústaðir eru komnir með rafmagn og verður varaafl keyrt fyrir þá.

Staðan 08.01.2020 - kl. 09:30:

  • Nokkrar truflanir hafa orðið í dreifikerfi RARIK síðan óveðrið skall á í gær 7. janúar 2020:
  • Á Vesturlandi hafa verið nokkrar truflanir í Borgarfirði og stuttar truflanir urðu í Búðardal og nágrenni. Enn er unnið að því að koma rafmagni á nokkra bæi á Norðurárdalslínu.
  • Á Suðausturlandi var truflun í Suðursveit og Öræfum. Allir eru komnir með rafmagn á ný.
  • Á Norðurlandi var truflun í Hörgársveit. Allir nema þrír sumarbústaðir eru komnir með rafmagn og verður varaafl keyrt fyrir þá.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik