ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Sliti forðað á stofnstreng við Jökulsá á Sólheimasandi

Síðasta sólarhring tókst að koma í veg fyrir rafmagnsleysi í Vík og sveitunum í kring vegna yfirvofandi hættu á að stofnstrengur RARIK undir Jökulsá á Sólheimasandi slitnaði.

Á síðasta ári var lokið við að leggja 36 kV stofnstreng til Víkur í Mýrdal frá flutningskerfi Landsnets á Landeyjasandi. Þessi strengur leysti af hólmi loftlínu sem áður sá um raforkuafhendingu til Víkur og nágrennis og sem hafði oft valdið usla í vondum veðrum. Alla jafna bila strengir síður en loftlínur, en hreyfing á jarðvegi, gröftur, flóð og slíkt geta þó valdið því að strengir skemmast. Umræddur stofnstrengur þverar meðal annars Jökulsá á Sólheimasandi en hann var ásamt ljósleiðara lagður á þriggja metra dýpi undir botn árinnar.  

 

Um þessar mundir er Vegagerðin að byggja nýja tvíbreiða brú yfir ána og hefur sú framkvæmd haft í för með sér efnisflutninga í ánni. Þessir efnisflutningar og miklir vatnavextir vegna úrkomu virðast hafa grafið frá strengnum og ljósleiðaranum sem með honum liggur. Í vikunni urðu menn varir við að ljósleiðarinn var tekinn að færast til sem endaði á því að hann slitnaði. Ljóst var að þetta skapaði mikla hættu á að stofnstrengurinn færi sömu leið. Því var strax farið í að tryggja nægilegt varaafl fyrir Vík og sveitirnar í kring ef strengurinn myndi slitna auk þess sem undirbúin var lagning á nýjum strengbút í stað þess sem liggur undir skemmdum í ánni. Færanleg vél var send til Víkur og í gær hófust svo framkvæmdir við að leggja nýjan strengbút og tengja við kerfið. Starfsmenn RARIK á Suðurlandi unnu að þessu verki í gær og í nótt og voru keyrðar varavélar á Vík þannig að enginn varð rafmagnslaus meðan á aðgerðum stóð. Kerfið var komið í eðlilegan rekstur um kl. 7 í morgun. 

Staðsetning jarðstrengs undir Jökulsá á Sólheimasandi
Frá framkvæmdum Vegagerðarinnar við nýja tvíbreiða brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Rauði hringurinn í vatnselgnum sýnir hvar stofnstrengurinn liggur undir ána.
Strengurinn undir Jökulsá á Sólheimasandi plægður undir ána 2016
Strengurinn undir Jökulsá á Sólheimasandi plægður undir ána 2016.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar