ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Rekstur Herjólfs á rafmagni gengur vel

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur gengur ágætlega fyrir rafmagni og umtalsverður sparnaður og hagkvæmni er af því að sigla fyrir rafmagni í stað dísilolíu, því það kostar aðeins brot af verði olíu. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Guðbjarti Ellert Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Hann segir að reka þurfi skipið í lengri tíma til að sjá raunverulegan kostnað því hann sé breytilegur eftir árstíma og veðri. Með lagni eigi að vera hægt að sigla á milli hafna á rafmagni eingöngu og því sé takmörkuð notkun á olíu.

Nýi Herjólfur er tvíorkuskip sem gengur fyrir rafmagni og olíu þegar á þarf að halda. Komið hefur verið upp turnum til að hlaða rafhlöður skipsins á báðum áfangastöðum, í Landeyjarhöfn og í Vestmannaeyjum. Hleðsluturninn í Landeyjarhöfn tengist dreifikerfi RARIK og tekur um 30 mínútur að hlaða. Skipið siglir nú sex ferðir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar og við góðar aðstæður siglir það eingöngu fyrir rafmagni. Laugardaginn 22. ágúst sigldi Herjólfur sína fyrstu ferð á rafmagninu einu saman frá Landeyjahöfn. Fram að því hafði ferjan siglt á rafmagni frá Vestmannaeyjum og olíu til baka.

 

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Herjólfur noti í dag í mesta lagi 2.500 lítra af olíu á viku en myndi nota 35 þúsund lítra af olíu á viku ef það gengi ekki fyrir rafmagni. Þess má geta að eldri Herjólfur notaði um 55.000 lítra á viku en nýja skipið er mun eyðslugrennra þótt það flytji meira.

 

Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri Navis sem er Vegagerðinni til ráðuneytis við útgerð skipsins segir að ávinningur af rafvæðingunni sé ekki aðeins minni rekstrarkostnaður og að notuð sé innlend orka. Minna kolefnisspor sé af rekstrinum, viðhaldskostnaður lægri og siglingin þægilegri fyrir farþegana.

Herjólfur í Landeyjahöfn
Horft yfir Landeyjahöfn og hleðsluturninn um borð í Herjólfi.
Herjólfur tengdur við hleðsluturninn í Landeyjum
Herjólfur tengdur við hleðsluturninn í Landeyjum.
Rafhlöðurýmið hefur tekið við dísel vélunum sem hjartað í skipinu
Rafhlöðurýmið hefur tekið við dísel vélunum sem hjartað í skipinu.
Herjólfur í hleðslu í Landeyjahöfn
Herjólfur í hleðslu í Landeyjahöfn.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik