ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK veitt heimild til eignarnáms

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur heimilað RARIK að framkvæma eignarnám í landi jarðanna Fornustekkja 1 og Akurness í Hornafirði vegna lagningar stofnpípu hitaveitu frá Hoffelli að Höfn. Samningar tókust við eigendur 20 af 22 jörðum í Hornafirði sem stofnlögnin mun liggja um og því var óskað eftir heimild til eignarnáms vegna þeirra tveggja jarða sem ekki náðust samningar um.

Kynning á fyrirhugaðri framkvæmd fór fram haustið 2018 og í framhaldi voru gerðir staðlaðir samningar við eigendur 20 jarða sem hitaveitulögnin mun liggja um. Í samningunum er kveðið á um heimild RARIK til að leggja stofnlögn, rafmagnsstreng og nauðsynlegar samskiptalagnir milli dælistöðva gegn greiðslum til landeigenda. Eftir árangurslausar samningaviðræður við eigendur fyrrgreindra tveggja jarða fór RARIK þess á leit við ráðherra í lok ágúst 2019 að fyrirtækinu yrði veitt heimild til eignarnáms á landi undir leiðsluna í þágu hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði. Úrskurður ráðherra um heimild til eignarnáms var gefinn út þann 27. maí síðastliðinn.

 

Framkvæmdir við stofnlögn án frekari tafa

 

„Það er gott að niðurstaða er fengin í þetta mál. Vissulega hefðum við kosið að ljúka því með samningum en úr því að það tókst ekki er eignarnám sú leið sem lög gera ráð fyrir,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK. Hann segir að niðurstaðan feli í sér að hægt verður að halda áfram að leggja stofnlögn hitaveitunnar frá Hoffelli að Höfn án frekari tafa. „Við gerum ráð fyrir að tengja þann hluta byggðarinnar við hitaveitu sem hefur verið tengdur fjarvarmaveitu síðar í haust. Í framhaldi vonumst við til að geta farið af stað með tengingar á þeim hluta byggðarinnar sem nú er á beinni rafhitun, en þar sem engin tilboð bárust í það verkefni liggur sú tímasetning ekki endanlega fyrir,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson.

Stofnlögn fyrir hitaveitu frá Hoffelli að Höfn.
Stofnlögn fyrir hitaveitu frá Hoffelli að Höfn.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik