ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Árið 2019 tilkynnti RARIK strengvæðingu raforkukerfisins á Íslandi inn á verkefnalista heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og á árinu 2020 var snjallmælaverkefni RARIK bætt inn á listann.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er áætlun um sjálfbæra þróun sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu 2015 og fela í sér heildstæða nálgun þar sem þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar, efnahagurm samfélag og náttúran eru lagðar til grundvallar.

 

Markmið strengvæðingarverkefnis RARIK er að efla raforkukerfið með því að færa loftlínur í jarðstrengi og auka þannig raforkuöryggi í dreifbýli og draga úr truflunum í dreifikerfinu vegna veðurs og áflugs fugla. Viðhaldsþörf minnkar sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og álagi á umhverfið við akstur og þjónustu línukerfisins. Með auknu afhendingaröryggi er jafnframt minni þörf fyrir að keyra dísilknúnar varaaflsstöðvar. Verkefnið er á áætlun.

 

Framvinda strengvæðingar: 2018 2019 2020
Hlutfall háspennudreifikerfis raforku sem hefur verið strengvætt 62% 65% 69%

 

Sem fyrr segir var snjallmælaverkefni RARIK bætt á verkefnalistann á síðasta ári. Verkefnið felur í sér að skipta út orkumælum í dreifikerfi RARIK um allt land fyrir snjallmæla á næstu sex árum. Með þessum nýju orkumælum munu reikningar viðskiptavina byggja á upplýsingum um raunverulega notkun hvers mánaðar í stað áætlunar og uppgjörsreiknings í kjölfar álesturs. Viðskiptavinir geta því fylgst betur með orkunotkun sinni, gripið fyrr inn í ef notkunin þykir óeðlileg og dregið þannig úr óþarfa orkunotkun.

RARIK og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Þau heimsmarkmið sem streng- og snjallmælaverkefni RARIK snerta á.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik