Rarik
Leit
Leit

RARIK metur viðbúnað vegna vatnavaxta á Austurlandi

Mikil úrkoma og vatnavextir á Suðaustur og Austurlandi hafa haft hverfandi áhrif á rekstur dreifikerfis RARIK á svæðinu, það sem af er vikunnar. Hættan er þó ekki gengin yfir og RARIK undirbýr viðbúnað fyrir helgina. Almennt áhættumat fer fram þar sem skoðað er hvað er líklegt að geti gerst og hvernig hægt er að bregðast við. Aðgengi að starfsfólki hefur verið tryggt til að bregðast við því sem kemur upp hratt og örugglega. Viðskiptavinir okkar á þessu svæði geta engu að síður þurft að búa sig undir straumleysi í skemmri eða lengri tíma vegna erfiðra aðstæðna.

 

Háspennustrengur yfir Kelduá í Fljótsdal er slitinn og er keyrð díselvél fyrir átta bæi, þar til búið er að leggja nýjan streng. Farið verður í það verk í næstu viku þegar aðstæður hafa batnað. Nokkrir götuskápar og spennustöðvar eru að hluta til undir vatni, en rafmagn hefur ekki rofnað af þeim ástæðum. Fólk er beðið um að fara varlega nálægt búnaði sem er að hluta til á kafi í vatni.

Spennistöð í vatni við Hoffell

Spennistöð í vatni við Hoffell

Varaaflsvél keyrð fyrir átta bæi í Fljótsdal

Varaaflsvél keyrð fyrir átta bæi í Fljótsdal

Spennistöð í Fljótsdal og vatn allt í kring

Spennistöð í Fljótsdal og vatn allt í kring

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik