ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK kaupir Rafveitu Reyðarfjarðar

Gengið hefur verið frá kaupum RARIK að dreifikerfi og spennistöðvum Rafveitu Reyðarfjarðar og var samningur undirritaður þann 24. janúar sl. Að frumkvæði sveitarfélagsins hafa viðræður um kaup RARIK á dreifikerfinu staðið með hléum í nokkuð langan tíma, en salan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar þann 17. desember síðastliðinn. Kaupverð eignanna er um 440 milljónir króna. Orkusalan keypti rafstöð og stíflu og mun yfirtaka sölusamninga veitunnar skv. samningi sem undirritaður var þann 18. desember og greiddi fyrir það 130 milljónir króna.

Rafveita Reyðarfjarðar var stofnuð árið 1929 um virkjun í Búðará og var hún síðasta dreifiveita rafmagns hér á landi sem var í beinni eigu og rekstri sveitarfélags. Um langt árabil hefur veitan aðeins framleitt um 5% af því rafmagni sem hún endurselur en um 95% hafa verið keypt á heildsölumarkaði.

 

Í ljósi þessa og með tilliti til aukinna krafna í rekstrarumhverfi, samkeppni og tæknilegs umhverfis rafveitna taldi meirihluti bæjarstjórnar Fjarðbyggðar að öryggi og þjónusta við notendur rafveitunnar yrðu best tryggð til framtíðar með því að fela fyrirtækjum sem eru í opinberri eigu og með rekstur á svæðinu eignarhald og rekstur veitunnar. Því var leitað eftir samningum um sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar við RARIK og Orkusöluna.

 

RARIK tók yfir rekstur dreifikerfisins á Reyðarfirði þann 1 febrúar sl. og að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK fellur rekstur rafveitunnar vel að starfsemi RARIK, en fyrirtækið á og rekur dreifikerfið í öðrum þéttbýlisstöðum Fjarðabyggðar, ásamt öllu öðru dreifikerfi rafmagns á Austurlandi.

 

Fyrir viðskiptavini á Reyðarfirði er rétt að benda á að Svæðisskrifstofa RARIK á Austurlandi er á Egilsstöðum, Þverklettum 2-4 og sími er 528 9000 og er opnunartími 8:00-16:00. Einnig er RARIK með bækistöðvar í Fjarðabyggð á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað sem eru aðsetur fyrir vinnuflokka.

Skrifað undir samning um sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar
Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK og Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar skrifa undir samniginn um söluna á Rafveitu Reyðarfjarðar.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik