ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK aðili að loftlagsyfirlýsingu

Föstudaginn 26. febrúar 2021 undirrituðu fulltrúar RARIK og 19 annarra fyrirtækja og stofnana Loftslagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Við það tækifæri var kynnt ný stefna fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð þar sem áhersla er lögð á innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk þess sem frum­sýnt var myndband um umhverfisvænar áherslur sveitarfélagsins.

Lofts­lags­verk­efni Festu og Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar er ætl­að að hvetja fyr­ir­tæki og stofn­an­ir til að setja sér markmið um lofts­lags­mál, hefja að­gerð­ir, mæla ár­ang­ur þeirra og birta markmið og nið­ur­stöð­ur. Loftslagsyfirlýsingin fellur vel að stefnumótun RARIK í umhverfismálum og aðgerðaáætlun fyrirtækisins í loftslagsmálum.

 

Forgangsmál að minnka kolefnisspor RARIK

Við skilgreiningu á kolefnisspori RARIK er notast við Greenhouse Gas Protocol staðalinn (GGP). Í honum er losun gróðurhúsalofttegunda skipt upp samkvæmt umfangi. Umfang 1 felur í sér alla beina losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækinu. Umfang 2 er losun sem verður vegna framleiðslu rafmagns sem fyrirtækið kaupir. Umfang 3 er óbein losun sem kemur til vegna vöru og þjónustu sem fyrirtækið nýtir sér. Það er í forgangi hjá RARIK að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka þar með kolefnissporið eftir fremsta megni og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að hafa helmingað losun gróðurhúsaloftegunda í umfangi 1 árið 2030.

 

Að jafnaði má rekja um þriðjung af losun gróðurhúsalofttegunda hjá RARIK í umfangi 1, til losunar vegna keyrslu varaafls, þriðjung vegna reksturs á bíla- og tækjaflota RARIK og þriðjung vegna raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti. Um 5% af kolefnisspori RARIK í umfangi 1 má svo rekja til reksturs á fjarvarmaveitum. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna þessa þátta hjá RARIK nam 2.118 tonnum af CO2 árið 2020.

Fulltrúar 20 aðila að loftlagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Fulltrúar loftlagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar (mynd: Nýheimar þekkingarsetur).

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik