ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK á tæknidegi á fjölskyldunnar

RARIK tók þátt í Tæknidegi fjölskyldunnar sem Verkmenntaskóli Austurlands á Neskaupstað og Austurbrú stóðu fyrir 6. október sl.

Markmið með deginum var m.a. að vekja athygli á mikilvægi tækni, vísinda og iðnaðar fyrir atvinnulíf og samfélag á Austurlandi, sem og náms- og atvinnutækifærum á því sviði. Viðburður sem þessi er einnig ætlaður að auka tengsl milli atvinnulífs og skóla og að vekja athygli á því sem er að gerast í nýsköpun og frumkvöðlastarfi á Austurlandi. Jafnframt að skapa skemmtilega upplifun fyrir fjölskyldur.


Verkmenntaskólinn var opinn öllum til skoðunar og var ýmislegt í gangi frá nemendum og kennurum, sérstaklega í verk-, tækni- og náttúrufræðinámi. Mjög góð þátttaka var hjá fyrirtækjum af Austurlandi og var góð mæting á viðburðinn.


Á vegum RARIK var mannaður bás þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt hátt og lágt og fyrirspurnum gesta svarað af kostgæfni. Básinn sem settur var upp af starfsmönnum RARIK á Egilsstöðum var til fyrirmyndar og almenn ánægja með hve vel hefði tekist til. Básinn þótti spennandi og sýna ýmsar nýjungar, þannig að jafnt unga fólkið sem og það fullorðna virtist hrifið og áhugasamt yfir starfi RARIK.

Mynd af bás RARIK
Á RARIK básnum var starfsemi fyrirtækisins kynnt og fyrirspurnum gesta svarað.
Krakkar á tæknideginum
Krökkum leiddist ekki að prófa búnað vinnuflokksmanna RARIK.
RARIK básinn á tæknidegi fjölskyldunnar á Neskaupsstað
Básinn þótti spennandi, sýna ýmsar nýjungar og gestir áhugasamir yfir starfi RARIK.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik