ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK á starfamessu á Akureyri

RARIK tók þátt í starfamessu í Háskólanum á Akureyri í dag. Þetta er í þriðja sinn sem þessi viðburður er haldinn þar sem nemendum í 9. og 10. bekkjum grunnskóla Akureyrarbæjar og nærsveita er boðið upp á sameiginlega starfskynningu.

Starfamessan hefur þótt heppnast vel hingað til og á henni voru rétt yfir 30 fyrirtæki og stofnanir sem kynntu margvíslega starfsemi sína og svöruðu fyrirspurnum nemenda og annarra gesta.


Markmiðið með deginum er að veita nemendum innsýn í það hvaða færni og menntun þurfi til að vinna fjölbreytt og spennandi störf sem unnin eru á svæðinu og hjálpa þeim að leggja grunninn að menntun sinni í framtíðinni.

RARIK á starfamessu á Akureyri
Stella, Hlynur og Sigmundur, starfsfólk RARIK á Norðurlandi mönnuðu kynningarbás fyrirtækisins.
Starfamessa á Akureyri
Á RARIK básnum var starfsemi fyrirtækisins kynnt og fyrirspurnum nemenda svarað.
Starfamessa á Akureyri
Ýmis búnaður vinnuflokka hjá RARIK var til sýnis og vakti athygli.
Starfamessa á Akureyri
Mikið var spurt eins og gengur í stórum hópi nemenda og misjafnt vakti áhuga.
Starfamessa á Akureyri
Mikill erill var á viðburðinum og aðstandendur lýstu ánægju með hvernig til tókst.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar