Rarik
Leit
Leit

RARIK á atvinnulífssýningu í Skagafirði

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Þessari spurningu var varpað upp á sýningarbás RARIK á glæsilegri atvinnulífssýningu sem haldin var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrstu helgina í maí. Spurningin er ögrandi og vekur fólk til umhugsunar um mikilvægi rafmagns og um hlutverk RARIK í samfélaginu. Sýningunni „Atvinna, mannlíf og menning“ sem haldin er á nokkurra ára fresti á Sauðárkróki, er ætlað að varpa ljósi á fjölbreytt atvinnu- og mannlíf í Skagafirði og kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífinu. Þar gefst félagasamtökum og fyrirtækjum sem þjóna Skagfirðingum kostur á að kynna starfsemi sína en alls voru um 60 básar á sýningunni að þessu sinni með um eitt hundrað sýnendur.


Hjá RARIK var ákveðið að nýta þetta tækifæri til að kynna fyrirtækið en það er með starfsstöðvar á 22 stöðum á landinu og dreifir rafmagni til 90% landsbyggðarinnar. Það er því óhætt að segja að RARIK hafi átt fullt erindi á viðburð sem þennan. Það kom í hlut starfsmanna RARIK á svæðinu að standa vaktina á sýningunni og gera grein fyrir starfseminni og svara spurningum gesta. Atvinnulífssýningin, sem var ágætlega sótt, var haldin í lok árlegrar Sæluviku Skagfirðinga en um leið var þess minnst að nú eru 20 ár liðin síðan ellefu sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt.

Starfsmenn RARIK
Logi Snær, Helga Sig og Auður, starfsmenn RARIK á Sauðárkróki, stóðu m.a. vaktina á sýningunni.
Starfsemi RARIK kynnt
Logi Snær, verkstjóri vinnuflokks RARIK á Sauðárkróki gerir hér grein fyrir starfseminni og svarar spurningum gesta.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik