Fellivalmynd
Rarik
Leit
Leit

Rannsóknarboranir á Reykjum

Um þessar mundir standa yfir rannsóknarboranir á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótar vatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.

Tilgangur þeirra er að auka á jarðfræðiþekkingu á svæðinu með það fyrir augum að staðsetja nýja vinnsluholu á svæðinu. Fyrirtækið Alvarr ehf. var valið að loknum verðfyrirspurnum til að sjá um að bora holurnar og er reiknað með að því verki ljúki í janúar n.k.

Ísor (Íslenskar Orkurannsóknir), ráðgjafi RARIK á svæðinu, lagði til staðsetningu á umræddum holum og sér um úrvinnslu gagna og rannsóknarvinnu. Um er að ræða borun á sex 80 m djúpum holum. Hitastigull verður mældur og þegar niðurstöður liggja fyrir ætti að vera hægt að staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu. RARIK metur það svo að hana þurfi að bora á næsta ári. Gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsókna hjá Ísor liggi fyrir á vormánuðum 2019.

Rannsóknarboranir á Reykjum við Húnavelli
Rannsóknarboranir á Reykjum við Húnavelli

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik