ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Rafstrengur undir Haukadalsá

Um miðjan október var unnið að lagningu jarðstrengs undir Haukadalsá í Dölum en hann er hluti af nýjum átta kílómetra rafstreng milli Þorbergsstaða og Álfheima og mun leysa af hólmi loftlínu sem þar er núna.

Það þurfti öfluga hátt í 40 tonna gröfu með fimm tonna blaði til að saga rauf fyrir línuna í árbotninn og var beðið með þá framkvæmd þar til veiðitímabilinu í Haukadalsá var lokið. Þegar lagningu strengsins yfir ána er lokið verður sett upp rofastöð við Álfheima og í framhaldinu verður strengurinn spennusettur og byrjað að tengja notendur við nýjar spennistöðvar.

 

Strengurinn gegnir mikilvægu hlutverki sem tenging milli Vogaskeiðs og Glerárskóga í truflana- og viðhaldstilvikum og munu notendur sem tengjast dreifilínunni milli Þorbergsstaða og Álfheima njóta aukins afhendingaröryggis og losna við truflanir vegna veðurs og áflogs fugla á loftlínuna sem senn verður tekin niður.

Til að trufla ekki laxagöngur og veiði í Haukadalsá var beðið með að rista rauf fyrir jarðstrenginn í botn árinnar þar til laxveiðitímabili sumarsins var lokið.
Til að trufla ekki laxagöngur og veiði í Haukadalsá var beðið með að rista rauf fyrir jarðstrenginn í botn árinnar þar til laxveiðitímabili sumarsins var lokið.
Það þurfti öfluga hátt í 40 tonna gröfu með fimm tonna blaði til að saga rauf fyrir línuna í árbotninn
Það þurfti öfluga hátt í 40 tonna gröfu með fimm tonna blaði til að saga rauf fyrir línuna í árbotninn.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik