ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Olíuleki á Borgarfirði eystra

Olía hefur komist í rotþró sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra og er olían talin vera úr birgðatanki díselstöðvar RARIK á staðnum. Leitað var að leka fyrr í vikunni eftir að í ljós kom að olía hafði horfið úr í birgðatanknum en hann fannst ekki þá og jarðvegur virtist ekki mengaður. Nú hefur hins vegar komið í ljós að olía hefur borist í rotþró sveitarfélagsins, þannig að olía úr tanknum hefur trúlega lekið í drenlögn og þaðan í rotþróna. Kallaðir hafa verið til sérhæfðir aðilar sem vinna að því að fjarlægja olíuna.

 

Milli 8 og 9 þúsund lítrum hefur í dag verið dælt upp úr rotþrónni og er olíunni komið til hreinsistöðvar Olíudreifingar á Eskifirði. Ekki er unnt að dæla meiru úr þrónni að svo stöddu þar sem komið er niður að öðrum úrgangi í þrónni. Á næstu dögum mun vera fylgst með þrónni og verður dælt úr henni ef meira berst í hana.

 

RARIK hefur kallað Heilbrigðiseftirlit Austurlands á vettvang og undirbúið hreinsunaráætlun. Næstkomandi mánudag verður farið í að setja nýjan birgðatank við stöðina og verður eldri tankur fjarlægður. Jarðvegur undir tanknum verður skoðaður ásamt frágangi á drenlögnum. Ef jarðvegur reynist mengaður þá verður honum komið í eyðingu samkvæmt ráðleggingum Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Borgarfjörður eystri
Borgarfjörður eystri (mynd: borgarfjordureystri.is)

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik