ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Nýtt skipulag hjá RARIK

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurskoðun á skipulagi fyrirtækisins, sem hefur verið í gildi frá ársbyrjun 2004.

 

Ákvað stjórn fyrirtækisins fyrir réttu ári síðan að í aprílmánuði 2008 skyldu liggja fyrir til kynningar tillögur um meginlínur í breyttu skipulagi RARIK. Þá þegar höfðu í raun þegar orðið all miklar breytinga á skipulagi fyrirtækisins, sérstaklega við stofnun Orkusölunnar og yfirfærslu raforkusölu og framleiðslu til hennar. Skipuriti RARIK hafði ekki enn verið breytt í takt við það og lýsti skipurit fyrirtækisins því ekki raunverulegri starfsemi eins og hún er í dag. Því var nauðsynlegt að lagfæra skipulagið með tilliti til þeirra breytinga sem voru orðnar, en auk þess ákveðið að gera frekari breytingar á skipulaginu til að einfalda það og bæta. Í kynningu á skipulagsbreytingunum þann 23. apríl sl. kom fram að nánari útfærsla skipulagsins tæki endanlega gildi þann 1. október.

Mikil vinna hefur verið lögð í frekari útfærslu skipulagsins, þó hlé hafi orðið um tíma vegna sumarleyfa og hafa margir starfsmenn komið að þeirri vinnu beint og óbeint. Engu að síður eru ýmsir þættir þess eðlis að ekki er hægt að ljúka þeim fyrr en endanlegt skipulag liggur fyrir. Þannig er ekki hægt að ljúka við endurritun handbókar RARIK og ýmissa verklagsreglna fyrr en skiplagið er formlega frágengið.

 

Til að skerpa á verk- og ábyrgðarsviðum í skipulaginu hafa hlutverkalýsingar verið skrifaðar sem ná til allra starfsmanna fyrirtækisins. Allar hlutverkalýsingar sem gilda um ákveðna starfsmenn hafa verið unnar í samráði við viðkomandi. Þær starfslýsingar sem eiga við hópa og eru í einhverjum tilvikum mjög almennar, eða gilda um starfsmenn með nokkuð ólík verkefni, hafa verið unnar í samvinnu við deildarstjóra viðkomandi og einhvern fulltrúa starfsmanna sem falla undir lýsinguna. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að hlutverkalýsingar afmarka starfssvið ekki jafn ítarlega og starfslýsingar. Ekki hefur verið gert ráð fyrir að ganga svo langt að vinna starfslýsingar í tengslum við þessa skipulagsvinnu.

 

Til að kynna niðurstöðu skipulagsvinnunnar var bein útsending frá fundi þriðjudag 30. september sem náði til allar starfmanna víðsvegar um land. Þar var farið yfir endanlegt skipulag og þau verkefni sem vinna þarf í framhaldinu.

Stjórnskipurit

Stjórnskipurit

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar