ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Ný hitaveita í Hornafirði að komast á framkvæmdastig

Nú styttist í að ný hitaveita fyrir íbúa á Höfn í Hornafirði og nágrenni komist á framkvæmdastig. Stefnt er að því að tengja dreifikerfið á Höfn við jarðhitasvæði á Hoffelli í Nesjum með stofnpípu og hætta rekstri fjarvarmaveitu sem rekin hefur verið á Höfn, þar sem vatn er hitað með rafmagni eða olíu.

RARIK hefur auglýst eftir tilboðum í efni í 21,5 km. hitaveitustofnlögn sem lögð verður frá jarðhitasvæðinu á Hoffelli til Hafnar. Frestur til að skila tilboðum er til 19. febrúar næst komandi. Áætlanir RARIK miða við að framkvæmdir við stofnlögnina geti hafist fljótlega og er stefnt að því að ljúka tengingu Hafnar við hina nýju hitaveitu í kringum næstu áramót.

 

Fjarvarmaveitan á Höfn er rúmlega 30 ára gömul og hefur verið kynnt með rafskautakatli og olíukatli til vara. RARIK keypti veituna 1991 og hefur rekið hana síðan. Undanfarin ár hefur verið leitað eftir heitu vatni fyrir Höfn og nágrenni í landi Hoffells. Fyrir rúmu ári var ljóst að nægjanlegt heitt vatn hefði fundist til að hagkvæmt væri að hefja framkvæmdir við að koma því með stofnlögn til Hafnar og hefur undirbúningur þess verkefnis staðið síðan. Íbúum í Hornafirði sem munu njóta hitaveitunnar hefur verið haldið upplýstum um gang mála meðal annars með íbúafundi í Nesjum á síðasta ári þar sem farið var yfir hvað eigendur húsa á leiðinni frá Hoffelli til Hafnar gætu þurft að gera til að tengjast hitaveitunni og hvað áætlaður kostnaður sé við þær breytingar. Litlar breytingar verða hjá þeim íbúum á Höfn sem eru tengdir fjarvarmaveitunni í dag, en um fjórðungur íbúa er með beina rafhitun. Áætlað er að lagning dreifikerfis á rafhitasvæði Hafnar verði unnin á næsta ári.

Jarðhitasvæðið á Hoffelli

Mynd tekin árið 2017 af borholu á jarðhitasvæði á Hoffelli.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar