ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Ný aðveitustöð og bætt aðstaða starfsmanna á Sauðárkróki

Hafin er bygging á nýrri aðveitustöð á Sauðárkróki sem mun tengjast bæði núverandi línu Landsnets til Sauðárkróks og 66 kV streng sem Landsnet leggur um þessar mundir. Auk þess hefur verið unnið að miklum endurbótum á starfsstöð RARIK í bænum.

Tveir 66/11 kV spennar verða í stöðinni 20 MW hvor, ásamt 33/11 kV spenni fyrir 33 kV lögn að Brimnesi. Þá verður í stöðinni 11 kV rofasett sem tengir bæjarkerfið inn á hana auk þess sem að bæjarkerfið verður styrkt. Með þessu eykst afhendingargeta RARIK á svæðinu, auk þess sem að tvöföld tenging við Varmahlíð á vegum Landsnets og tveir spennar fyrir bæinn auka mjög afhendingaröryggi svæðisins.

 

Bylting í aðbúnaði starfsmanna

 

Í sumar var unnið að gagngerum endurbótum á starfsstöð RARIK á Sauðárkróki sem hafa gjörbreytt vinnuaðstöðu starfsfólks og má jafnvel líkja við byltingu. Húsnæðið var tekið í gegn í hólf og gólf, skipt út helstu kerfum og lögnum eins og rafmagns-, neysluvatns- og tölvulögnum um leið og aðgangs-, bruna- og öryggiskerfi voru endurnýjuð. Komið var upp fullbúinni búningsaðstöðu fyrir bæði kyn ásamt skápum fyrir útifatnað auk þess sem fjarfundaraðstaða var sett upp í kaffistofu um leið og innréttingar voru endurnýjaðar.

 

Breytt skipulag skrifstofurýmis hefur mælst vel fyrir og tölvuaðstaða vinnuflokks hefur batnað og er nú svigrúm til að vinna bæði í stærri hópum eða loka sig af þegar unnið er með trúnaðarupplýsingar. Þá hefur lýsing í vinnurýmum verið endurnýjuð. Þegar endurbótum lauk var að sjálfsögðu splæst í nýja inniskó á allt starfsliðið til að setja punktinn yfir i-ið.

Hafin er bygging á nýrri aðveitustöð á Sauðárkróki
Vinna við nýja aðveitustöð á Sauðárkróki er kominn í fullan gang og búið að steypa sökkla og uppsláttur er að hefjast.
Endurbætur á starfsstöð RARIK á Sauðárkróki
Breytingarnar á aðstöðu starfsmanna eru gagngerar. Húsnæðið hefur allt verið tekið í gegn og er nú orðið mun bjartara og vistlegra en áður.
Endurbætur á starfsstöð RARIK á Sauðárkróki 2
Húsnæðið var tekið í gegn í hólf og gólf.
Endurbætur á starfsstöð RARIK á Sauðárkróki 3
Gjörbreytt vinnuaðstaða starfsfólks á Sauðárkróki hefur mælst vel fyrir.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik