ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Niðurstöður útboða á raforkukaupum

Í lok ágúst efndi RARIK til tveggja útboða vegna kaupa á raforku til reksturs fyrirtækisins. Annars vegar var um að ræða kaup á um það bil 5,5 GWst/ári af forgangsorku til eigin nota í húsnæði og veitukerfi RARIK en hins vegar innkaup á raforku vegna þeirrar orku sem tapast við dreifingu raforku í veitukerfi fyrirtækisins, tæplega 80 GWst/ári.

Útboðin voru auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og hafði verkfræðistofan Efla umsjón með báðum útboðum. Fimm tilboð bárust í hvoru útboði og mælir Efla með að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í báðum tilfellum.

 

Í útboði á raforkukaupum til eigin nota RARIK, það er vegna notkunar á útgerðarstöðum, skrifstofum, aðveitustöðvum, auk annarrar mældrar forgangsorkunotkunar var Orkusalan lægstbjóðandi en hún bauð 3,89 kr/kWst. Í útboði á raforkukaupum vegna tapa í dreifikerfi RARIK átti ON lægsta boð og er meðalverð í tilboði þeirra 4,08 kr/kWst.

 

Ákveðið hefur verið að taka tilboðum lægstbjóðenda og er miðað við að á næstunni verði gengið frá samningum við þá, en samningarnir taka gildi um næstu áramót.

Rafdreifikerfi RARIK 2020
Rafdreifikerfi RARIK 2020.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik