Fellivalmynd
Rarik
Leit
Leit

Nemendur Heppuskóla í heimsókn

Á dögunum komu hressir nemendur úr Heppuskóla, unglingadeild Grunnskóla Hornafjarðar, í heimsókn í stöðvarhús RARIK á Höfn í Hornafirði. Starfsmenn RARIK tóku vel á móti þeim og veittu góða kynningu á starfseminni í húsinu þar sem bæði er starfrækt aðveitustöð og kyndistöð fjarvarmaveitunnar á Höfn.

Heimsóknin var liður í að undirbúa eðlisfræðikennslu í rafmagnsfræði og að koma inn á breytingarnar sem framundan eru í nærumhverfinu þegar hitaveita tekur við af fjarvarmaveitu, með tilkomu stofnpípu frá Hoffelli að Höfn sem áætlað er að ljúka við í lok næsta árs. Hópurinn sem samanstóð af nemendum og kennurum var sannarlega áhugasamur um orku og orkunotkun, virkni og tilgang hinna ýmsu tækja í stöðvarhúsinu. Mikið var spurt eins og gengur í stórum hópi og misjafnt vakti áhuga þeirra.

Mynd 1
Nemendur Heppuskóla í kyndistöð fjarvarmaveitunnar á Höfn.
Mynd 2
Fríður hópurinn fangaður á mynd.
Stöðvarhúsið á Höfn
Stöðvarhús RARIK á Höfn í Hornafirði.
Hitakatlar
Hitakatlar í kyndistöðinni.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik