ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Minni rafmagnsnotkun í COVID-19 faraldri

Við hjá RARIK höfum ástæðu til að ætla að notkun á rafmagni hafi minnkað verulega á síðustu vikum hjá sumum viðskiptavina okkar. Einkum og sér í lagi getur það átt við þá sem eru með rekstur sem tengist ferðaþjónustu.

Til að komast hjá óþarflega háum rafmagnsreikningum bendum við þeim sem telja að þetta geti átt við í þeirra rekstri á að tiltölulega auðvelt er að koma í veg fyrir að slíkt gerist.

 

Hér eru nokkur atriði sem við bendum viðskiptavinum á að athuga:

  • Lesa af mæli og fylgjast með notkun.
  • Senda álestra á Mínar síður á vef RARIK til að hægt sé að endurskoða áætlaða notkun.
  • Draga úr því að kynda ónotuð rými. Raforkunotkun minnkar verulega ef dregið er úr kyndingu.
  • Minnka lýsingu eins og kostur er.
  • Hafa samband við Viðskiptaver RARIK í síma 528-9000 og láta kanna hvort áætlun sé of há.

Einnig hvetjum við viðskiptavini til að skrá sig inn á Mínar síður til þess að fá upplýsingar um notkun og skoða stöðu. Það er auðvelt að skrá sig með rafrænum skilríkjum eða fá lykilorð sent í heimabanka.

 

Snjallmælir RARIK

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik