Rarik
Leit
Leit

Mikil ísing á Héraði í síðustu viku

Viðgerð er nú lokið í Fellum á Fljótsdalshéraði en þar varð rafmagnslaust í miklu ísingarveðri um miðja síðustu viku þegar mikil ísing hlóðst á raflínur og sleit þær niður. Mæling á ísingunni sýndi um tólf sentimetra og trúlega hefur hún verið einhvers staðar þykkri. Um tíu staurar brotnuðu og varð rafmagnslaust á nokkrum bæjum í allt að 20 stundir. Á meðan unnið var að viðgerð var lögð áhersla á að hreinsa ísingu af línum og tókst með því að koma í veg fyrir frekari bilanir í kerfinu þegar mikið hvassviðri skall á aðfararnótt laugardagsins 27. janúar. Á meðan unnið var að viðgerð var rafmagni komið á með færanlegum dieselrafstöðvum þar sem þess þurfti.

 

Í þessari aðgerð nutu starfsmenn RARIK á Austurlandi góðrar aðstoðar Landsnets sem lagði til bæði mannskap og búnað. Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að færa loftlínur í dreifikerfi RARIK í jarðstrengi og í kjölfarið hefur dregið mjög úr truflunum í kerfinu vegna veðurálags. Búast hefði mátt við mun umfangsmeira rafmagnsleysi vegna veðurs í vetur ef stór hluti kerfisins væri ekki í jarðstrengjum. Til stóð að setja niður nýjan jarðstreng á þessu svæði síðast liðið haust en það náðist ekki áður en fór að vetra. Efni er komið á svæðið og verður strengurinn settur niður um leið og aðstæður leyfa.

Lögð var áhersla á að hreinsa ísingu af línum og koma í veg fyrir frekari bilanir
Lögð var áhersla á að hreinsa ísingu af línum og koma í veg fyrir frekari bilanir.
Mikil ísing hlóðst á raflínur og sleit þær niður.
Mikil ísing hlóðst á raflínur og sleit þær niður.
Hér braut raflína einangrara og slóst í staur í Mjóafirði.
Hér brotnaði einangrari og raflínan slóst í staur í Mjóafirði.
Hér er verið að leggja lokahönd á viðgerð í Fellum í fallegu veðri.
Hér er verið að leggja lokahönd á viðgerð í Fellum í fallegu veðri.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik